Bankarán og annað sem almenningur virðist ekki taka eftir.

Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að Íslandsbanki ætlaði að greiða inn í ríkissjóð yfir 400,000.000000kr, eða rúma 400 miljarða kr . Þá mætti ætla að landsmenn kættust. Því fór fjarri allir voru svo uppteknir að fylgjast með stjórnarandstöðunni reyna að fá ríkisstjórnina til að bæta hag öryrkja aldraða og Landspítalanns. Skömmu síðar kom sú frétt að 400 miljarðarnir voru ekki á leið í ríkissjóð heldur í vasa kröfuhafa og enginn sagði neitt, kastljós sjónvarpsinns var upptekið í umræðu um flóttafólkið sem sent var úr landi. Öllum virtist vera sama þó allt laust fé Íslandsbankanns rúmir 400 miljarðar kr væri flutt úr bankanum og fjárhirslur skildar eftir tómar og rændar eins og sjá mátti í gamladaga þegar minn aldurshópur ( 1953) fór í þrjú bíó. Við eigum að fagna því að eiga nú rændan og tómann banka sem ríkisstjórnin verðleggur á svimandi upphæðir og telur okkur almúganum trú um að þetta sé góður díll. Seðlabankinn er búinn að opna fyrir þetta fjárstreymi úr landi samkvæmt samkomulagi við kröfuhafa sem þá hlítur að vera í verðmætum gjaldeyrir því varla vilja kröfuhafar fá verðlausar krónur með sér til útlanda. Ríkisstjórnin hlítur að leggja blessun sína yfir þennan gjörning enda valdalaust peð í höndum kröfuhafa og lætur ekki skamma sig fyrir fjáraustur til aldraða öryrkja og sjúkra á spítulum og elliheimilum nei það má ekki eiga sér stað, kröfuhöfum og fjármagnseigendum líkar það ekki,svona lagað gerir maður ekki. Því segir Forsetisráðherra og Fjármálaráðherra NEI OG aftur NEI og ríkisstjórnin öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband