Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsta færslan á siðuna .

Í gær laugardag ( hvíldardag) var samkoma hjá okkur í sal KFUM og k í Sunnuhlíð og fannst mér hún takast mjög vel. Við  fengum prestinn okkar í heimsókn frá Reykjavík hann Björgvin Snorrason en hann kemur norður eins oft og því verður við komið en hann er búsettur í Reykjavík og hans aðalstarf er að þjóna söfnuði Sjöundadags Aðventista í Hafnarfirði. Samkoman hófst kl 10:30 samkvæmt venju og endaði siðar með sameiginlegum málsverði. Á samkomuna mættu um 30 manns með börnum en þeim er sérstaklega sinnt í hliðarsal meðan á samkomunni stendur. Það væri ánægjulegt ef við sæjum fleira fólk á þessum góðu stundum þó ekki væri nema að koma einu sinni svona rétt til að kynnast okkur og okkar áherslum. Það er af mér annars að frétta að í nóvember 2004 lenti ég í mjög slæmu slysi til sjós og hef verið frá vinnu til september í fyrra að ég fór að vinna í Plastyðjuni Bjargi hálfann daginn til að koma reglu á mitt líf og undirbúa mig undir að fara út á vinnumarkaðinn aftur. Ég tók mér gott sumarfrí eða í eina 3. mánuði og notaði þá til að reyna að finna vinnu og sótti um viða og var allstaðar hafnað eða umsóknum mínum ekki svarað. Það var lífsreynsla sem fór mjög illa í mig eftir að hafa verið yfirvélstjóri á frystitogurum á Flæmska Hattinum og norsku smugunni og upplifa sig síðan svo auman vinnukraft eftir slysið að en vill ráða mig í vinnu ég lá á þessum tima stundum í blúsi og hafði mig ekki á fætur heilu dagana. Ég starfaði síðast sem vélstjóri á ms Mánafossi er ég lenti í þessu hörmulegu slysi sem gerði það að verkum að fæturnir eiga erfitt með að bera mig.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband