Færsluflokkur: Dægurmál

Blogg um allt og ekkert.

Klukkan er hálf sex um morgunn og ég búinn að vera andvaka frá klukkan 3, vaknaði þá til að pissa búinn að éta í mig sigursýki og get ekki sofnað aftur. Hugurinn er búinn að dvelja víða þessa klukkutíma sem ég er búinn að liggja andvaka, var næstum því búinn að leysa umferðarvandamál Reykvíkinga. Breyta flugvellinum í eitt megastórt bílastæði og síðan stanslausar strætóferðir út um allan miðbæinn. Lestarferðir úr Hafnarfirði, Breiðholti, og Kjalarnesi í miðbæinn og annað álíka gáfulegt. Um gáfnafar mitt vil ég annars ekki dæma því sem spennufíkill og nautnaseggur er ég alltaf að gera einhverjar vitleysur. það er víst talið mannlegt, en á þeim skala er ég sennilega mannlegri en gerist og gengur. Um daginn kynnti sonur minn mig fyrir uppboðsvef á netinu þar sem tjónabílar voru boðnir upp. Þarna fór gróðafíknin að segja til sín, og áður en ég vissi af var ég orðinn hæstbjóðandi í skemmdan 10 hjóla vörubíl og gamlan Ópel. Það var svo sem ekki svo slæmt að vera hæstbjóðandi í Ópelinn en verra með vörubílinn, gat varla um annað hugsað í eina tvo daga hvort að ég öryrkinn fengi fjárans vörubílinn. Til allar guðslukku bauð svo annar yfir mig og frelsaði mig frá krísunni. Af Ópelnum er það að segja að einhver annar var að bjóða á móti mér og í einhverri spennu og vitleysu hækkaði ég boðið upp fyrir öll skynsemismörk án þess að skoða bílinn öðruvísi en á myndum og taldi mig samt vera að gera góðan díl, ætlaði að selja hann aftur og græða á öllu samann. Um lyktir þessa máls ætla ég ekki að fjölyrða en mat mitt á dómgreind minni bar algert skipbrot.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband