Komið á leiðarenda.

Þá er stundin runnin upp og ég kominn á leiðarenda á heilsuhælið við Herghelia í Rúmeníu. Ferðalagið hófst á föstudaginn 1 febrúar er flogið var til Stansted og þaðan með rútu til Luton. Ekki var erfitt að finna rútuna enda allt vel merkt og við hvert rútustæði stóð einn kallari sem kallaði upp nöfn áfangastaða, síðan einn aðstoðarmaður og að lokum bílstjórinn sem tók við miðunum. Heldur var það óþægilegt að sjá bílstjórann fara öfugt í öll hringtorg og keyra alltaf á vitlausum kanti og ekki var það heldur þægilegt að mæta 40 tonna trukkum á dauðasiglingu og enginn í bílstjórasætinu enn alltaf einn farþegi.Frá Luton flaug ég svo með lágjaldaflugfélaginu wizzair til borgar í Rúmeníu sem heitir Cluj Napoca. Fyrir farið borgaði ég 27.30 pund og átti allt eins von á að fararkosturinn væri eldgömul rella með útikamar. Flugvélin var nýleg Airbus 380 og tók flugið 2 tíma og 15 mín. Flugið var hið þægilegasta í alla staði en ekki verður það sama sagt um lendinguna enda flugvöllurinn eitthvað í styttra lagi því flugstjórinn þurfti að nauðhemla með hreyflana á fullum blæstri afturábak. Á flugvellinum var tekið á móti mér af starfsmanni heilsuhælisins sem ók mér á leiðarenda um tveggja tíma keyrsla. Eitthvað hafa menn minni áhyggjur af löggunni og umferðalögunum hérna heldur en heima því ekið var greitt og allar þær umferðareglur sem ég lærði á meiraprófinu í nóvember þverbrotnar. Hér er ég nú kominn heill á húfi og er byrjaður í meðferð á hælinu sem ég hef miklar væntingar til. Heilsuhælið er rekið af Aðventistum og því yndislegt að vera meðal trúsystkina og finn ég kærleikann skína af hverju andliti og allar aðgerðir innleiddar með bæn. Hérna fylgja svo með myndir sem ég tók út um gluggana á herbergi mínu í dag. Vonandi hefur einhver gaman af þessu ferðalagi mínu en ég mun senda frá mér blogg og myndir .032034035035

Sálardrepandi viðskiftahættir

Við hjónin erum nýkomin heim frá Grand Canary þar sem við áttum yndislega tveggja vikna dvöl í sól og góðu veðri alla daga, hita um 24 gráður og hafgola var ríkjandi alla daga. Þarna eru matsölustaðir með matseðil á íslensku og góðann mat á hóflegu verði. Eitt er þó mjög varasamt á þessum slóðum, það eru kaupmenn sem hafa frjálsa álagningu á vörum sínum og reyna með öllum ráðum að plata og einhvernvegin svindla á viðskiptavininum. Að nota greiðslukort í slíkum verslunum er mjög varasamt og dæmi um að einu núlli hafi verið bætt við upphæðina. Þessa kaupmenn má þekkja á því að þeir reyna að draga viðskiptavininn inn í verslanir sínar með fagurgala og sögum af Jónum og Gunnum sem þeir segjast þekkja persónulega heima á Íslandi og vegna góðar reynslu af Íslendingum þá bjóða þeir góðan afslátt um 15%. Ef varan er áhugaverð þarf að prútta og er raunverð oft um þriðjungur af uppsettu verði. Þeir sem selja myndavélar og annað slíkt eru sérlega hættulegir og reina að selja merki sem heita til dæmis ybersonykam og álíka þar sem hvergi sést hvar varan er framleidd og vélar sem sagðar vera 12 megapix eru ekki nema kannski 1,2 megapix og ónýt vara. Að mínu áliti eru slíkir viðskiptahættir sálardrepandi og hljóta að gera sölumennina samviskulausa með tímanum, vonandi fáum við aldrei að sjá slíka framkomu hérna heima gagnvart þeim sem heimsækja landið okkar.

059 037063 011032149002042


Heilsuhæli í Rúmeníu

Nú fer að styttast í að ég fari til Rúmeníu á heilsuhæli sem rekið er af kirkju Aðventista. Fer út í byrjun febrúar og kem ekki heim aftur fyrr en í lok júní þá vonandi nýr og betri maður en líkamlegt ástand mitt núna er frekar ömurlegt enda verið úrskurðaður 75% öryrki og oft fundist ég vera til viðbótar 100% aumingi, en hvað um það hérna kemur slóðinn fyrir heilsuhælið en þar má sjá stutt myndbrot frá staðnum og meðferðinni. http://www.outpostcenters.org/ministries/herghelia   frekari upplýsingar má sækja á skrifstofu Aðventkirkjunnar í Reykjavík. sími 5887800.

Blogg um allt og ekkert.

Klukkan er hálf sex um morgunn og ég búinn að vera andvaka frá klukkan 3, vaknaði þá til að pissa búinn að éta í mig sigursýki og get ekki sofnað aftur. Hugurinn er búinn að dvelja víða þessa klukkutíma sem ég er búinn að liggja andvaka, var næstum því búinn að leysa umferðarvandamál Reykvíkinga. Breyta flugvellinum í eitt megastórt bílastæði og síðan stanslausar strætóferðir út um allan miðbæinn. Lestarferðir úr Hafnarfirði, Breiðholti, og Kjalarnesi í miðbæinn og annað álíka gáfulegt. Um gáfnafar mitt vil ég annars ekki dæma því sem spennufíkill og nautnaseggur er ég alltaf að gera einhverjar vitleysur. það er víst talið mannlegt, en á þeim skala er ég sennilega mannlegri en gerist og gengur. Um daginn kynnti sonur minn mig fyrir uppboðsvef á netinu þar sem tjónabílar voru boðnir upp. Þarna fór gróðafíknin að segja til sín, og áður en ég vissi af var ég orðinn hæstbjóðandi í skemmdan 10 hjóla vörubíl og gamlan Ópel. Það var svo sem ekki svo slæmt að vera hæstbjóðandi í Ópelinn en verra með vörubílinn, gat varla um annað hugsað í eina tvo daga hvort að ég öryrkinn fengi fjárans vörubílinn. Til allar guðslukku bauð svo annar yfir mig og frelsaði mig frá krísunni. Af Ópelnum er það að segja að einhver annar var að bjóða á móti mér og í einhverri spennu og vitleysu hækkaði ég boðið upp fyrir öll skynsemismörk án þess að skoða bílinn öðruvísi en á myndum og taldi mig samt vera að gera góðan díl, ætlaði að selja hann aftur og græða á öllu samann. Um lyktir þessa máls ætla ég ekki að fjölyrða en mat mitt á dómgreind minni bar algert skipbrot.

Húsnæðismál landanns og allt dótið

Fyrir ekki svo löngu síðan varð íbúðarkaupandi að eiga 20% af andviðri væntanlegrar íbúðar. Svo datt einhverjum góðum manni að lána fólki 90% lán og hjálpa fólki að komast yfir sína fyrstu íbúð og þar með varð allt vitlaust. Fólk gat nú farið af stað að kaupa íbúðir og verðið snarhækkaði, lánin fóru upp í 100% sem fólki bauðst til íbúðarkaupa og áfram hækkaði verðið. Ekki stoppaði góðmennska bankana þar heldur gátu nú þeir sem voru með yfirdrátt  fengið lán með veði í íbúðinni, áttu þeir eitthvað í henni á annað borð til að borga yfirdráttinn og skuldbreyta eins og það var kallað. Hvað gerði landinn? Hann skuldbreytir borgar yfirdráttinn og á afgang. Gamla druslan sem er eitthvað farin að bila og er af árgerð 2000 eða 2001 er keyrð inn í hringrás, fargað og nýr bíll keyrður heim í hlað.  Ríkisstjórnin sér að þetta gengur ekki,  nú skuli beitt aðhaldi. Stýrivextir hækkaðir og hækkaðir og hækkaðir og enn þarf að hækka og seðlabankinn græðir á allri vitleysunni sem aldrei fyrr. Fólk sem var að skuldbreyta og lostna við yfirdráttinn er aftur komið með yfirdrátt getur ekki skuldbreitt lengur. Vilji landinn minka við sig húsnæðið og greiðslubyrðina þá hafa bankarnir ráð við því að halda hengingarólini strekktri áfram, þeir hækka vextina á nýju lánunum. Landinn lætur sér ekki segjast nú er hann búinn að uppgötva erlend myntkörfulán og kaupir bíla nýja og notaða sem aldrei fyrr, og það nýjasta dót og aftur dót. Þeir hafa verið sniðugir þeir sem komu auga á hvað landinn var fátækur af dóti. Áfram heldur veislan og nú skulu allir fá sér gps leiðsögutæki til að rata heim til sín og í næsta banka, við skuldum ekki nema 2000 miljarða sem ég veit varla hvað á að skrifa með mörgum núllum, og allt í þessari þægilegu erlendu myntkörfulánum . Ég er kannski farinn að stíga dansinn sjálfur kominn með gps leiðsögutæki í bílinn sem segir mér á erlendri tungu hvert skal stýra og það á degi íslenskrar tungu. 

Nýja Biblíuþýðingin

Loksins loksins kom þýðingin eftir langa bið og eins og alltaf ef einhverjar breytingar eru gerðar þá þarf fólk að hafa skoðanir á málinu, með og á móti. Ég er nokkuð ánægður með þýðinguna það sem ég hef skoðað hana. Að mínu áliti finnst mér nýja Biblían vera fallega upp sett, og gott að hafa formála að hverju riti þar sem hægt er að kynnast ritara, og  þeim tíma sem sem ritunin fór fram . Ég er sammála þýðendum að nota orðið systkini í staðinn fyrir bræður. Jesú segir, hver sem heyrir orð mín og varðveitir þau er móðir mín bróðir og systir. Það er því rétt að mínu áliti að nota orðið systkini og horfa ekki eins og Páll postuli bara á söfnuðinn út frá karllegum forsemdum. Orðið kynvillingur hefur verið látið víkja.Í staðin kemur setning eins og stendur í fyrra bréfi Páls til Korintumanna 6. kafli 9. vers : enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar. Að mínu áliti er þetta orðalag mildilegra en orðið kynvillingur sem er eins og upphrópunarmerki á ákveðnum hópi fólks, og hljómar eins og viðkomandi sé að villast í hneigð sinni. Ég er viss um að þessi hópur er vel meðvitaður um kenndir sínar og við hin ekki í rétti til að segja þennan hóp vera að villast. Einnig verðum við að hafa í huga að margir í þessum hópi dæmir sig harðar en við hin kunnum að gera og eru ekki sátt við líðan sína.

Lygabrunnur.

Þegar hirðingjarnir voru á ferðinni í eyðimörkinni og komu að brunni sem reyndist þurr var honum gefið nafnið lygabrunnur , sem sagt brunnur sem lofar svalandi vatni og hamingju í eyðimörkinni en bauð ekkert annað en þorsta og dauða. Þetta leiðir hugann að því hvort ekki séu margir lygabrunnarnir á vegi okkar sem lofa hamingju og svölun en eru siðan ekkert annað en endalaus þorsti og dauði. Hvað gætum við flokkað undir þessa skilgreiningu , tökum áfengi til dæmis. í bíómyndum og sjónvarsþáttum fáum við oft þá mynd af áfengisneyslu að hún leiði til mikillar  hamingju en svo sjáum við afleiðingarnar, eimd og volæði er í verstu tilfellum leiðir til dauða. Undir þetta má svo líka flokka eiturlyf og alla vímugjafa, og fíkn af öllu tagi. Hvað getum við skoðað fleira? Tökum til dæmis það sem hefur verið kallað nýöld, og nýaldarfræði allar spurningar sem þar er svarað leiða af sér fleiri spurningar og meiri leit, meiri sjálfskoðun og meiri hungur eftir svörum og leit eftir dýpri og meiri reynslu og hugarró, og þegar blekkingin er orðin alger er fólk farið að krjúpa fyrir framan leiði látinna  ættingja og biðja til þeirra um hjálp og vermd í staðin fyrir að leita til Guðs sem lofar okkur  bænheyrslu leitum við til hanns í trú. Einu sinni á ári er farinn gleðiganga manna og kvenna niður Laugarveginn. Er þetta fólk að gleðjast yfir því að vera samkynhneigt, ég held ekki. Líf þessa fólks einkennist oft af mikilli drykkju og flótta frá veruleikanum og löngun eftir að fá öll réttindi sem okkur hinum svo kölluðu standa til boða, og þar með að takast á við þá ábyrgð að ala upp börn, sem er innprentað í okkur öllum en er ekki á færi allra. Á bak við alla þessa gleði er óuppfylltar langanir og þrár sem fólk er að fela meðvitað og ómeðvitað . Enginn vill að barn hanns  sé samkynhneigt en flestir læra að sætta sig við það vegna elsku á sínu afkvæmi hvernig svo sem því reiðir af í lífinu, og hvaða stefnu sem það tekur. Ef einhver heldur að líf samkynhneigðra sé einhver gleðiganga þá stendur sá sami frammi fyrir lygabrunni. Enginn kýs að lifa þessu lífi og vill því geta lifað sem líkustu lífi og við svo kölluðu hin.

 

Fyrsta færslan á siðuna .

Í gær laugardag ( hvíldardag) var samkoma hjá okkur í sal KFUM og k í Sunnuhlíð og fannst mér hún takast mjög vel. Við  fengum prestinn okkar í heimsókn frá Reykjavík hann Björgvin Snorrason en hann kemur norður eins oft og því verður við komið en hann er búsettur í Reykjavík og hans aðalstarf er að þjóna söfnuði Sjöundadags Aðventista í Hafnarfirði. Samkoman hófst kl 10:30 samkvæmt venju og endaði siðar með sameiginlegum málsverði. Á samkomuna mættu um 30 manns með börnum en þeim er sérstaklega sinnt í hliðarsal meðan á samkomunni stendur. Það væri ánægjulegt ef við sæjum fleira fólk á þessum góðu stundum þó ekki væri nema að koma einu sinni svona rétt til að kynnast okkur og okkar áherslum. Það er af mér annars að frétta að í nóvember 2004 lenti ég í mjög slæmu slysi til sjós og hef verið frá vinnu til september í fyrra að ég fór að vinna í Plastyðjuni Bjargi hálfann daginn til að koma reglu á mitt líf og undirbúa mig undir að fara út á vinnumarkaðinn aftur. Ég tók mér gott sumarfrí eða í eina 3. mánuði og notaði þá til að reyna að finna vinnu og sótti um viða og var allstaðar hafnað eða umsóknum mínum ekki svarað. Það var lífsreynsla sem fór mjög illa í mig eftir að hafa verið yfirvélstjóri á frystitogurum á Flæmska Hattinum og norsku smugunni og upplifa sig síðan svo auman vinnukraft eftir slysið að en vill ráða mig í vinnu ég lá á þessum tima stundum í blúsi og hafði mig ekki á fætur heilu dagana. Ég starfaði síðast sem vélstjóri á ms Mánafossi er ég lenti í þessu hörmulegu slysi sem gerði það að verkum að fæturnir eiga erfitt með að bera mig.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband