KAFLASKIL

Þá er komið að kaflaskilum, ég búinn að ljúka dvölinni á Herghlia og kominn á nýjan stað sem heitir Hagota en hann er í um fjögra tíma keyrslu frá Herghlia og er þá ekið í austur og upp í fjöllin sem eru ævintýralega falleg með grenitré alveg upp á fjallstopp. Vegurinn er líka ævintýralegur og alla fjóra tímana var ég að reina að muna hvar ég hafi keyrt  eftir jafn slæmum vegi heima á Íslandi og gat ég ekki rifjað það upp en hann var vondur og fór versnandi, hraðinn frá um 10 km og þegar best lét um 60 km á klukkustund, átti vegurinn þó að heita malbikaður en var ekkert nema þvottabretti og djúpar holur sem ég var orðinn nokkuð lunkinn að sveigja framhjá áður en komið var á leiðarenda. Hagota er nafnið á litlu þorpi uppi í fjöllunum og mjög afskert, húsin eru flest mjög léleg nema það hús sem ég dvelst í og annað hús tilheyrandi trúboðsskólanum þar sem ég dvelst ásamt trúsystkinum mínum þeim Irenu og Radúl en þaug eru kennarar hérna. Sagan er að endurtaka sig frá því ég var eini sjúklingurinn á Hergihlia og núna er ég eini nemandinn í skólanum hérna í Hagota. Dvölin hérna verður samt ekki löng þar sem ég fer líklega eftir tvo daga héðan til smábæjar sem er nokkuð fyrir sunnan Búkarest en þar byrjar hin eiginlega kennsla í nýjum skóla sem gert er ráð fyrir að hefji starfsemi í næsta mánuði. Við Radul förum á sitthvorum bílnum sem eru smárútur sem skólinn festi kaup á í Þrískalandi og við erum að ferja frá Hergihlia. Það er að segja af þessum trúboðsskóla að Hann er í eigu og rekstri þeirra Kristjáns og Unnar aldraðra heiðurshjóna heima á íslandi en þaug eiga bæði skólann hérna í Hagota og svo þennan sem förinni er heitið til. Dvölin er að kostnaðarlausu fyrir nemendur og allur kostnaður greiddur af Kristjáni og Unni og eiga þaug mikinn heiður skilið fyrir þetta framtak til eflingar útbreiðslu boðskapar Jesú Krists og Sjöundadags Aðventista. Kjör fólks hérna í Rúmeníu eru mjög mismunandi og flestir ekki með hærri laun en sem nemur um 200 evrum á mánuði, aldraðir og aðrir sem minna meiga sín með enn minna. ‚Á leiðinni hingað sá ég til dæmis gamla konu vera á hnjánum að þvo þvottinn sinn í sprænu frá snjóskafli  og var vatnið ekkert sérlega hreint og hitastigið ekki fyrir gamlar og vinnulúnar hendur. Hérna er mikið um hunda eins og annarstaðar í Rúmeníu og eru þeir tjóðraðir við hundakofann og standa vörð um eigur húsbóndans. Það leiðinlega atvik henti þegar við Gabriel sem var sjúkraþjálfarinn minn á Herghilia vorum að koma úr bæjarferð að við keyrðum á hund sem síðan skutlaðist upp á gangstéttina steindauður enda ekið greitt eins og allir gera hérna. Tveimur dögum seinna var hundurinn enn á gangstéttinni stirðnaður með lappirnar út í loftið, viku seinna var ekkert eftir af hundinum nema hausinn og skinnið einhverjir aðrir hundar höfðu étið hræið þar sem það lá á gangstéttinni í þorpinu.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður pabbi,

það er gott að vita að þér líður vel á nýja staðum og maturinn loks orðin étanlegur. Jæja gangi þér nú vel og góða skemmtum og vertu duglegur við að fara út að labba þó þú hafir hann Gabríel ekki lengur til að labba með þér. 

Kv. Guðný. 

Guðný (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 18:59

2 identicon

Hæ hæ Jói afi, Jóhann. Gott að vita til þess að þér líði vel og að þú sért ánægður. Það er fyrir öllu, Hanna Lára saknar þín mikið, er pínu sár yfir því að þú hafir farið, ég hef sagt við hana að þú komir auðvitað aftur, en þá segir hún bara "Já en hann fór" Ég er búin að finna mynd af þér og ætla mér að setja hana í ramma og hjá rúmminu hennar svo hún geti alltaf séð þig. jæja Okkur þykir óendanlega vænt um þig.

bæ bæ Svala og Hanna Lára 

Svala og Hanna Lára (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband