17.11.2008 | 15:29
ERUM VIÐ Á LEIÐ Í BYLTINGU?
Ég verð að svara spurningum sem hafa vaknað í sambandi við fyrri skrif mín þar sem mönnum gæti fundist ég vera að vega að ákveðnum hóp manna.
Ef ég hef sært einhvern þá biðst ég fyrirgefningar. það sem ég vill segja að það er vilji minn að samkynhneigðir hafi öll þau sömu réttindi og þeir sem eru í hjónabandi eða staðfestri sambúð. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að samkynhneigð er synd í augum Guðs en synd er allt sem er í andstöðu við vilja þess Guðs sem skapaði okkur og vill allt það besta okkur til handa.
Allir erum við syndarar og skortum Guðs dýrð. Í augum Guðs er ekki til nein stór synd eða lítil synd, synd er alltaf synd og hinir samkynhneigðu ekki meiri syndarar en aðrir og Guð elskar þá jafn mikið og aðra hann fer ekki í manngreiningarálit. Það sem ég vildi koma að er það fráhvarf sem á sér stað frá vilja Guðs þegar við í þessum svokallaða kærleika og umburðarlindi köllum syndina einhverju öðru nafni en hún er og hefjum hana til skýana sem eitthvað eftirsóknarvert og eðlilegt, við teljum okkur vita betur en Guð og vera kærleiksríkari en hann. Hér eru nokkrar syndir sem hægt er að segja að heimurinn sé farinn að líta á sem eðlilega hluti, stela, ljúga, svíkja svo nokkuð sé nefnt og vegna alls þessa má segja að heimurinn sé eins og hann er í dag. Satan er að telja okkur trú um, eins og alltaf að svart sé hvítt og hvítt sé svart og fá okkur til að trúa lyginni frekar en sannleikanum.
Í eðli okkar erum við grimm og getum við skoðað ástandið í Þýskalandi á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Það setur að mér hroll að hugsa til þess að við sem teljum okkur vera sæmilega upplýstar og siðaðar manneskjur getum orðið að grimmustu föntum við réttar aðstæður, og samt talið að við séum að gera rétt og að tilgangurinn helgi meðalið. Ég get ekki trúað því að allir þeir böðlar sem komu í ljós í seinni heimstyrjöldinni hafi verið fæddir sem slíkir. Ég freistast til að trúa því að þeir hafi verið menn og konur eins og ég og þú, og sú hugsun hryllir mig.
Eigum við eftir að sjá grimmd okkar koma betur í ljós núna á þessum tíma sem er upprunninn? Allt bendir til þess að ástandið eigi bara eftir að versna, mótmælin eftir að aukast, kreppan eftir að dýpka, grimmdin eftir að aukast.
Megi algóður Guð hjálpa okkur og við hafa vit á að leita hans.
Trúmál og siðferði | Breytt 21.11.2008 kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 01:54
ERU SIÐAPOSTULAR KÆRLEIKSLAUSIR KREDDUKARLAR?
Sumir hafa verið upphrópaðir sem kærleikslausir siðapostular og kreddukarlar.
Skoðum þetta nánar, hvernig er kærleikur heimsins? Getur verið að hann sé afskiptaleysi og svokallað umburðarlindi? Ég held að við verðum að svara þessu játandi. Umburðarlyndi heimsins hefur orðið til þess að siðferðisstaðlar hafa lækkað.Nú þykir það ekki orðið neitt mál þó að unglingar fari að prófa sig áfram í kynlífi innan við fermingu, fóstureyðingar eru nánast ornar eins og eftirá getnaðarvörn, jafnvel er fólki ráðlagt að nota það úrræði ef börnin eru orðin þrjú og hið fjórða kallar á stærri bíl en staðalbíllinn sem er fyrir fimm.Kirkjan gengur fram og ákveður á kirkjuþingum nýjar reglur og skoðanir sem ganga þvert á orð Guðs og þar með eru ákvarðanir manna settar ofar vilja Guðs eins og hann kemur fram í Biblíunni.Allt er þetta gert í þessu svo kallaða umburðarlindi heimsins sem er túlkað sem kærleikur.Myndi kærleiksríkt foreldri horfa á barnið sitt leika sér að flugbeittum hníf, og segja með sjálfu sér; æ greyið hann verður að fá að skera sig til að hann læri að passa sig á hnífum;
Meira en tíundi hver Íslendingur fylgist af áhuga og hrifningu með hinni svo kölluðu gleðigöngu niður Laugarveginn á hverju ári og fer sá hópur stækkandi sem hrífst með.Núna á einhverjum erfiðustu tímum sem þessi kynslóð hefur upplifað þegar fjárhagur þjóðarinnar er komið á það stig að við erum eiginlega búinn að missa sjálfstæðið, fólk missir vinnuna, sparnað sinn hús og bíla og hjónabönd bresta þá rís upp maður úr hópi þess fólks er gengur gleðigöngur á hverju ári og lýðurinn hillir, skipuleggur mótmæla og samstöðufundi og kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar.
Þjóðin á ekkert betra skilið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2008 | 23:23
Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki. Matt.24:7
26.10.2008 | 16:17
DAGAR OKKAR ERU TALDIR.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 23:42
ER FREKARI HÖRMUNGA AÐ VÆNTA?
Ég eins og svo margir aðrir skil ekki hvers vegna allt er farið úr böndunum í fjármálum heimsins. Eitt er þó nokkuð skírt í mínum huga, en það er hin gengdarlausa seðlaprentun Bandaríkjanna sem ég las einhverstaðar að næmi 2 billjónum á sólarhring.Hún hlýtur að setja allt á hvolf áður en langt um líður. Það þætti ekki góð hagfræði ef fólk færi að prenta peninga heima hjá sér núna á þessum síðustu og verstu, til að láta enda ná saman um mánaðarmótin? Slík prentun hefur verið kölluð peningafals og ekki vel séð af yfirvöldum, og seðlarnir einskis virði þar sem hver seðill á að vera endurgjald fyrir unna vinnu. En kannski er þetta allt í lagi, hvað veit ég, ekki er ég hagfræðimenntaður og telst til sauðsvarts almúgans og þar að auki sennilega bara meðalgreindur karlmannsbelgur, eða varla það. Kannski verður þjóðin núna þegar verulega sverfir að, móttækilegri fyrir Guðsorði og leitar sér hjálpar þar sem hjálpin bregst ekki. Þegar allt leikur í lindi að því er okkur virðist er eins og Guð og Guðsorð eigi ekki aðgang að þjóðinni. Kynni mín af Rúmeníu og því fólki sem þar býr við kröpp kjör hefur sýnt mér hve miklu opnari sú þjóð er fyrir Guði og Biblíunni en við höfum verið hérna á Íslandi. Það er ábyggilega ekki öfundsvert að vera stjórnmálamaður á þessum tíma, og bera ábyrgð á velferð þjóðarinnar. í þessum óförum öllum get ég ekki annað en verið nokkuð ánægður með hversu stjórnarandstaðan hefur fengið að koma að málum og hversu lítið skítkast stjórnin hefur fengið úr þeirri áttinni. Megi algóður Guð vera okkur náðugur og nálægur á þessum erfiðu tímum og gefa okkur vísdóm til að taka réttar ákvarðanir, stjórn og stjórnarandstöðu ráð út úr vandanum. Megum við sjá handleiðslu Guðs og þakka fyrir hans gjafir eins og þessa miklu síld sem hann hefur rekið inn á Breiðafjörðinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 00:01
SIGUR OG SORGIR
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 01:14
ÉG VIL, ÉG VIL, ÉG SKAL. HUGLEIÐING FRÁ RÚMENÍU.
Ég vil ég vil, og við steytum ómeðvitað hnefann á móti Guði og segjum ÉG SKAL, síðan förum við okkar fram og brjótum öll siðalögmál og heilsulögmál sem Guð hefur sett okkur okkur til heilla. Við viljum vera frjáls og gera það sem okkur sýnist og við teljum best samkvæmt okkar eigin hyggjuviti. Á meðan horfir Guð áhyggjufullur á hvernig við föllum kylliflöt í hvern drullupollinn á eftir öðrum á leið okkar til þessarar svokölluðu hamingju sem við erum að sækjast eftir í eigin mætti. Við vitum ekki að enginn getur verið frjáls því eðli okkar er illt og við stöndum miklu nær Satan en Guði í eðli okkar og þegar við förum eftir eigin hyggjuviti erum við að þjóna Satan. Við skulum minnast þess að eftir fall mannsins í aldingarðinum Eden breyttist eðli okkar og við urðum ill, frumburður Adam og Evu varð morðingi sem myrti bróðir sinn og þóttist síðan ekkert kannast við verknaðinn. Við sjáum að börnin okkar eru gjörn á að haga sér illa og jafnvel meiða hvort annað og allt okkar uppeldi fer í það að gera þau að góðum og gegnum einstaklingum. Ef við gefum Guði tækifæri á að verða leiðtogi okkar og stjórnanda á hverjum degi þá upplifum við þetta eftirsótta frelsi sem er öllum skilningi æðri. Við bjóðum Jésu inn í líf okkar með bæn og með því að lesa Biblíuna, gerum Jesú að félaga okkar sem við tölum við eins og við tölum við góðan vin, ekki með einhverju orðaskrúði og löngum bænum, heldur einlægu og falslausu tali á hverjum degi, segðu honum langanir okkar, hugsanir, áætlanir og hvaðeina sem fer um hugann. Við verðum að lesa Biblíuna til að kynnast Jesú og sjá galla okkar með hans augum og biðja hann um að breyta okkur eftir hans vilja. Gamall maður lá rúmfastur í mörg ár vegna elli og hörleika en hann átti Jésu sem sinn daglega vin sem hann talaði við allan daginn. þegar gestir litu inn til gamla mannsins sáu þeir tvo stóla við rúmið og aðeins mátti setjast í annan þeirra því gamli maðurinn sagði að Jesú sæti í hinum stólnum. Einn morguninn er litið var inn í herbergið sást að gamli maðurinn hafði einhvertímann um nóttina skriðið úr rúminu og fannst nú látinn faðmandi stólinn að sér. Þessi góði þjónn sefur nú í örmum Krists og bíður þess að hann verði vakinn og gangi inn til hins eilífa fagnaðar sem frelsarinn veitir þeim sem trúa. Hættum að segja ÉG VIL, ÉG VIL, OG ÉG SKAL. OG SEGJUM KOM ÞÚ HERRA, ÞJÓNN ÞINN BÍÐUR.
19.6.2008 | 12:43
ERUM VIÐ HÓLPIN, HUGLEIÐING FRÁ RÚMENÍU
Þá er að verða komið að sögulokum hjá mér hérna í Rúmeníu og margt sem ég hef upplifað og miklar breytingar orðið í mínu lífi andlegar og líkamlegar. Núna er ég með þá fullvissu að ég eigi mitt framtíðarheimili í hinni nýju Jerusalem og það gefur mér mikla sálarró og löngun til að hjálpa öðrum að ná þessu marki í sínu lífi með hjálp Heilags anda og Jesú Krists. Ég náði því marki að losna við 40 kg þó í upphafi hafi markið verið sett á 50 kg, þá get ég ekki annað en glaðst yfir þessum árangri. Grænmetisfæðið fer vel í mig og hyggst ég halda áfram á þeirri braut eftir að ég kem heim, ég er allur einhvernvegin annar maður eftir að ég fór á þetta fæði sem Guð skapaði okkur til að neita í upphafi : 1. Móseb.1.kafli Vers 29. Við höfum ekkert breyst að því leitinu þó að Guð hafi leift okkur að borða kjöt og fisk með skilyrðum eftir flóðið: 1 Mósebók 9.kafli vers 3,og 4, einnig ; 3 Mósebók 11. kafli allur kaflinn. Mér er minnisstætt kvöldið sem ég kom hingað til Rúmeníu í byrjun febrúar, allt var svo skítugt dimmt og grátt og húsin ljót, þau eru að vísu flest ljót enn, en gróðurinn er farinn að hylja húsin og mikið um rósir og vínvið við húsin. Fólkið hérna virðist vera flest mjög fátækt og baslið birtist hérna við manni hvert sem litið er, þó hafa engvir það eins slæmt og aldraðir og öryrkjar, og svo sígaunarnir sem vilja ekki vinna en eru þó allan daginn eitthvað að bauka skítugir og þreytulegir með heila krakkahjörð á eftir sér . Einn sem við höfum heimsótt reglulega og lesið með Biblíuna er gamall maður sem býr við einhverjar þær ömurlegustu aðstæður sem ég hef séð að frátöldu elliheimilinu sem ég lýsti í fyrri skrifum. Það er að segja af honum að fyrir valdatöku komunista hér í Rúmeníu var hann óðalsbóndi með tugi manna í vinnu, gríðlega stóra jörð þar sem hann ræktaði korn, og var með mikið af búpeningi af öllum tegundum og bjó í húsi með 24 svefnherbergjum. Þegar kommúnistar komust til valda var það þeirra fyrsta verk að handtaka hann og hans líka, því að sannir kommúnistar hafa alltaf vitað og reynt á enginn skinni að enginn getur orðið ríkur á að stunda heiðarlega vinnu, því hlýtur allur auður að vera þjófstolinn með einhverjum hætti. Þessi vinur okkar var því dæmdur í margra ára fangelsi og eigum hans skrift út til alþíðunnar. Af fangelsisdvölinni lokni veitti flokkurinn honum af sinni margrómuðu gæsku vinnu hjá ljósmyndara við að lita svarthvítar myndir, við þetta göfuga starf vann hann svo þar til að hann varð að láta af störfum vegna aldurs og býr núna í einu herbergi í húsi sem sonur hans á en sonurinn er hvergi nærri og hann því einn í þessum kofa hálf blindur og að mestu bjargarlaus með kolakamínu í herberginu sem kynnt er með timbri sem er út um allt og sóðaskapur slíkur að minnir hellst á gamla og lúna vélsmiðju ,sót og óhreinindi út um allt, þó höfum við af og til farið til gamla mannsins og tekið til og fært honum mat, hann er algerlega ófær að hugsa um sjálfan sig og enginn getur tekið hann að sér en því höfum við reynt að koma til leiðar. Af kynnum mínum af fólki allmennt hérna í Rúmeníu verð ég að segja að þau eru góð. Rúmenar eru fólk eins og við heima sem er að takast á við sömu daglegu hluti og við en að flestu leiti mörgum áratugum á eftir okkur. Flestir þurfa að sækja vatn í brunna, og nota útikamra sem eru staðsettir nokkuð frá húsunum og hljóta að vera ömurlegir staðir fyrir aldrað fólk að heimsækja á veturna í frosti og snjó, einn slíkur hefur verið reistur við hrossaskítshúsið sem ég sagði frá í fyrri grein. Ég hef lært mikið hérna í Rúmeníu á því að kynnast fólkinu og aðstæðum þess og kann betur að njóta þeirra hluta heima sem við teljum sjálfsagðir og við hætt að hugsa um sem lúxus, eins og heilbrigðiskerfið, húsin okkar með rennandi vatni sem er besta drykkjarvatn í heimi , innisalerni, hitaveita, sími, rafmagn, sjónvarp, þvottavél og annar lúxus. Svo hverskins afþreying sem okkur stendur til boða utan heimilisins, og sú staðreynd að atvinnuástand og efnahagslegur stöðuleiki hefur verið í góðu lagi þó að sumum finnist alltaf að betur megi gera en það er partur af mannlegu eðli og er hvatinn að allri framþróun og kemur í veg fyrir stöðnun. Talandi um atvinnuástand þá á ég eftir að kynnast því sjálfur þegar ég kem heim því ég þarf að fá vinnu á Akureyri sem hentar minni starfsgetu og hefur ekki áhrif á þann heimsóknartíma sem ég hef í fangelsið á Akureyri en þangað kem ég á mánudögum kl 14 til að boða föngunum nýtt líf í Jesú Kristi með hjálp heilags anda. Það er með söknuði sem ég kveð þennan skóla þar sem ég hef verið undanfarandi fjóra mánuði, ég hef bundist samnemendum mínum og kennurum sterkum böndum og öll erum við eins og ein fjölskylda sem verður núna að skilja og eigum ekki eftir að hittast aftur fyrr en við göngum inn í hina nýju Jerúsalem á himnum þegar Jesú kemur í skýjum himins að sækja okkur, og fara með okkur heim. Matteus. Kafli 24, vers 30 eining Lúkas kafli 17 vers 24 að 31. Því miður er þessari staðreynd lítið haldið á lofti og því að það eru aðeins tveir valkostir í lífinu, að frelsast eða glatast, það eru ekki fleiri valkostir: Matteus kafli 25 vers 31 og til og með vers 46, hinir glötuðu munu ekki kveljast eilíflega í eldi heldur munu þeir fuðra upp og verða eilíflega ekki til lengur. Opinberunarbók Jóhannesar kafli 20 vers 7 til 10, og Malakí kafli 3 vers 19. Verið vakandi því þó á undan komu Jesú: Matteus kafli 24 allur kaflinn, munu verða hörmungar sem lýst er í áðurnefndum kafla. Fólk mun ekki vita, að þetta eru tákn um komu Jesú og verður ekki búið að skipa sér í raðir hinna réttlátu og glatast. Við erum vitni að hörmungum og dauða tugþúsunda í sjónvarpsfréttunum en af því við finnum ekki fyrir þessu á eigin skinni þá eru þessar fréttir að því er okkur finnst okkur óviðkomandi og við látum þær ekki vara okkur við, enda vita fæstir hvað Biblían segir þar sem hún er ekki lesin á flestum heimilum. En þegar Jesú kemur þá munu hinir óviðbúnu hrópa til presta sinna og segja: þið vissuð að Jesú myndi koma en létuð okkur ekki vita og nú erum við glötuð. Mikil verður ábyrgð og sekt þeirra á þeim degi og einnig okkar sjöunda dags aðventista sem vitum þetta ef við segjum ekki öðrum frá. Þegar Jesú kemur þá kemur hann með launin með sé, þá er of seint að iðrast synda sinna. DAGURINN Í DAG gæti verið síðasti dagurinn í okkar lífi til að iðrast og gera Jesú að FRELSARA OKKAR: VILLT ÞÚ TAKA VIÐ HONUM NÚNA Í DAG?? Á MORGUN GÆTI ÞAÐ VERIÐ OF SEINT.Hafir þú áhyggjur af sáluhjálp þinni þá hvet ég þig til að hafa samband við þinn sóknarprest, eða hafa samband: Kirkja sjöunda dags aðventista Suðurhlíð 36, Reykjavík sími 588 7800 sda@adventistar.is
Opnunartími: Mánudag til fimmtudag frá 8 til 16. Föstudag frá 8 til 12. Eining hvet ég alla til að hlusta á útvarp Boðunarkirkjunnar fm 105,5 á Reykjavíkursvæðinu og fm 104,9 á Akureyri. Einnig má hafa samband við mig í síma 8671574 .Verð kominn heim frá Rúmeníu þann 29. Jun. 2008. Megi Guð vera okkur náðugur . Jóhann Hauksson
Trúmál og siðferði | Breytt 21.6.2008 kl. 05:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 17:12
RÚMENÍA LAND EINGU LÍKT
Hér í Rúmeníu er margt öðruvísi en heima , ég er ekki lengur hissa á að sjá fólk á gangi á náttfötunum á götunni við spítalann sem er í næsta nágrenni við skólann þar sem við búum, ekki þarf heldur að fara langt til að sjá gamlar konur sitja með eina belju í bandi nagandi grasið í vegakantinum, kind eða geit svo nokkuð sé nefnt. Stundum þarf ég að biðja einhvern sem ég er að aka að fara út úr bílnum og reka hænur og annan fiðurfénað ásamt slatta af ungum af veginum svo ekki verði ekið yfir bústofninn. Hér gengur allt út það að vera með einhver dýr í bakgarðinum og rækta eitthvað enda lífið erfitt hjá mörgum sérstaklega þeim öldruðu. Trúin er heldur ekki til að létta efnalitlu fólki lífið. Hér kennir Ortadox kirkjan fólki að þegar einhver deyr þá verði að halda heilmikla veislu og bjóða öllum því hinn látni kalli úr gröfinni að nú sé hann svangur og vilji borða með vinum sínum og ættingjum . Slíkir matmálstímar eru haldnir fjórum vikum eftir andlát viðkomandi , síðan eftir fjóra mánuði, síðan með einhverja ára millibili. Slíkar matarveislur ganga nærri hinum efnaminni og hafa þeir oft ekkert annað sér til lífsviðurværis í langan tíma á eftir en hundasúrur og túnfífla og grýlukerti á vedurnar. Húsbyggingar eru hérna oft með öðru sniði en heima og hef ég verið að fylgjast með sígauna sem er að byggja sér hús , eftir að hlaðinn hefur verið grunnur er slegið upp trégrind síðan er þakið byggt og að því loknu er náð í leikenda mold, þó nokkuð af gömlu grasi, þessu er síðan öllu hrært saman með vatni og ekki þykir saka að láta eina og eina lúku af hrossaskít fylgja með til að límingin verði nú alveg fullkomin og ströngustu byggingarreglugerðum staðarins mætt, síðan er þessu jukki klesst inn í grindina og látið þorna. Svona verða útveggirnir til . Áður en ég utgötvaði þessa stórsnjöllu og ódýru byggingaraðferð furðaði ég mig oft á skritini lykt sem vildi fylgja sígaununum þegar við vorum að smala þeim í bílunum okkar til kirkju um helgar, en núna tel ég mig vita svarið. Það er annars af sigunum að segja að þeim virðist vera fyrirmunað að stunda reglulega vinnu en helga sig sníkjum og betli, alveg sérstaklega þykir þeim ég vera gjöfult fórnarlamb og vita hvernig eigi að fá mig til að opna budduna. Gamlar konur og ungar mæður með ungabörn þykja góður kostur til að bræða í mér hjartað. Oft koma til mín gamlar konur, hágrátandi og eiga óskaplega bágt, grátandi í hægra eða vinstra svuntuhornið eftir því hvort þær eru örvhentar eða ekki, sína mér allskonar pappíra og rönkenmyndir og vilja pening, eða þá ungar mæður með ungabörn sem eru hættulega veik og ég verð að bjarga með því að leggja í talsverð fjárútlát til að bjarga barninu. Ég og mín fjölskylda hefur átt erfiða daga og verið fátæk því er ég sérstaklega viðkvæmur fyrir fátæku og bjargarlausu fólki þó að baslið sé oft sjálfskapað þá er eymdin engu minni . Eina sögu get ég sagt sem lýsir hugsunargangi sumra sígaunna. Eini sígauninn sem ég vissi að var í vinnu lenti í því að fótbrjóta sig í sögunarversmiðjunni þar sem hann vann og getur ekki unnið með fótinn í gifsi og verður svo um einhvern tíma, þar sem hann er eitthvað fatlaður líka í fótunum. Þessi maður hefur verið hjá okkur reglulega í skírnarundirbúningi en hann hyggst taka niðurdýfingarskírn í haust . Allt í einu hætti hann að koma og þegar við fórum að grennslast fyrir um hann fengum við þær fréttir að bróðir hans sem hann býr með hafi neitt hann með sér til Spánar. þar kúgar bróðirinn hann til að betla á götunni svo hann geti haft af honum tekjur eftir að hann varð óvinnufær. Svona getur raunveruleikinn verið ómanneskjulegur fyrir suma, en því miður allt of marga.
Trúmál og siðferði | Breytt 8.6.2008 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 15:53
Grikkland. Í fótspor Páls postula.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)