Nýja Biblíuþýðingin

Loksins loksins kom þýðingin eftir langa bið og eins og alltaf ef einhverjar breytingar eru gerðar þá þarf fólk að hafa skoðanir á málinu, með og á móti. Ég er nokkuð ánægður með þýðinguna það sem ég hef skoðað hana. Að mínu áliti finnst mér nýja Biblían vera fallega upp sett, og gott að hafa formála að hverju riti þar sem hægt er að kynnast ritara, og  þeim tíma sem sem ritunin fór fram . Ég er sammála þýðendum að nota orðið systkini í staðinn fyrir bræður. Jesú segir, hver sem heyrir orð mín og varðveitir þau er móðir mín bróðir og systir. Það er því rétt að mínu áliti að nota orðið systkini og horfa ekki eins og Páll postuli bara á söfnuðinn út frá karllegum forsemdum. Orðið kynvillingur hefur verið látið víkja.Í staðin kemur setning eins og stendur í fyrra bréfi Páls til Korintumanna 6. kafli 9. vers : enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar. Að mínu áliti er þetta orðalag mildilegra en orðið kynvillingur sem er eins og upphrópunarmerki á ákveðnum hópi fólks, og hljómar eins og viðkomandi sé að villast í hneigð sinni. Ég er viss um að þessi hópur er vel meðvitaður um kenndir sínar og við hin ekki í rétti til að segja þennan hóp vera að villast. Einnig verðum við að hafa í huga að margir í þessum hópi dæmir sig harðar en við hin kunnum að gera og eru ekki sátt við líðan sína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það erum ekki "við" sem erum að telja okkur í rétti til að segja þennan hóp vera að villast á hneigð sinni. Spurningin er frekar hvað stendur í frumtextunum. Í menntaskóla eru nemendur látnir þýða texta úr erlendum málum. Þeir fengju laka einkunn ef þeir færu með þýðingar sínar á sama veg og þýðendur Biblíunnar hafa leyft sér.

Ég set hérna inn tilvitnun í J'on Val Jensson guðfræðing og þýðanda hluta úr umfjöllun hans :

( öll greinin hans er á slóðinni :  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/344069/ )

 "Gríska orðið arsenokoitai í tveimur Pálstextum gegnir þar miðlægu hlutverki, og vilja sumir halda fast í þýðinguna 'kynvillingar', meðan þeir "frjálslyndu" eru á hröðum flótta frá því að taka minnsta mark á þessum ritningarversum sjálfs höfuðpostula lútherskrar kirkju.

Á annarri vefslóð (guðfræðiannál) sagði ég fyrir tveimur og hálfu ári: "Ég er 100% sammála [þýðingar]nefndinni um það, að hvorugt orðanna "kynvillingar" og "mannhórar" er tækt sem þýðing á arsenokoitai. .... Burtséð frá því, hvort vert eða sanngjarnt sé að halda í orðið 'kynvillingur' í málinu [þ.e. íslenzkri tungu], á það ekkert erindi inn í Biblíuna, því að gagnsæ merking þess kemur hvergi fram í neinu einu orði í hebresku né grísku frumtextunum í gjörvallri Biblíunni. Orðið "mannhórar", sem hefur staðið í I. Tím.1.9, er sömuleiðis fjarri því að nálgast rétta merkingu frumtextans þar."

'Kynvilla' hlýtur að merkja í kjarna sínum: "það að villast á kyni -- sínu eigin eða annarra" eða: "röng kynhneigð". Allir vita þó, að 'kynvilla' er orð, sem talið hefur verið jafngilt hugtakinu 'samkynhneigð', nema hvað orðið 'kynvilla' hefur á sér neikvæðari hljóm og í eyrum margra smánandi, jafnvel talið lýsa fordómum. En Páll postuli var ekki að nota tilfinningalega hlaðið orð né í sjálfu sér dæmandi (jafnvel orð, sem strax í sjálfu sér væri að "gefa sér það sem sanna ætti [begging the question]"), heldur afar hlutlægt hugtak, einfaldlega lýsandi um athöfn án þess að það (orðið sem slíkt) legði í sjálfu sér dóm á þá athöfn. Gríska orðið arsenokoites (sem er eintölumyndin) merkir einfaldlega 'karlmaður sem hefur samfarir við karlmann'."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.10.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Jóhann Hauksson

Takk fyrir svarið, fæ vonandi eitthvað meira frá þér. Bless í bili.

Jóhann Hauksson, 27.10.2007 kl. 16:28

3 identicon

Sæll og blessaður.

Fann þessa síðu óvart og kannski finn ég hana ekki aftur.

Hvað með þetta vers? Af hverju bara karlmenn. Var ekki verið að breyta Biblíunni þannig að hún væri bæði fyrir konur og karla. Passar bara að hafa konur með þegar ekki er verið að ámminna. Hvar er Kvennakirkjan núna?

Korintumanna 6. kafli 9. vers : Enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar. Hvers vegna stendur ekki: Enginn karlmaður eða kona sem lætur nota sig eða notar aðra????

Hef ekki séð nýju Biblíuna ennþá svo ég ætla ekki að tjá mig frekar að sinni.

Guð veri með þér.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Jóhann Hauksson

Takk fyrir athugasemdina, þetta dæmi um karlmenn kemur af því að Páll Postuli horfði svo mikið til karlmanna á þessum tima konur voru settar skör lægra en menn þó vitnar Páll til kvenna í Rómverjabréfinu. Kær kveðja í bili Jóhann

Jóhann Hauksson, 30.10.2007 kl. 15:49

5 identicon

Sæll aftur. Já ég veit um Pál postula en fyrst var verið að breyta öllum textum úr bræður yfir í bræður og systur eða systkini þá finnst mér að þessi texti hefði átt að vera til kvenna líka. Biblían hefur ekki plagað mig út af textum þar sem bræður eru eingöngu nefndir. Ég les um hvernig Jesús kom fram við alla sem jafningja og það nægir mér. Náð Drottins nægir mér

Við munum líka þegar Job var að tala við konuna sína.

Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 20:58

6 Smámynd: Jóhann Hauksson

Já Jesú kom fram við alla sem jafningja og þannig ber okkur að koma fram við aðra. Viðsem viljum kalla okkur kristin ber  að breyta þannig við aðra. Það er samt ekki öllum tamt og aalltaf öðru hvoru heirum við í fréttum og lesum í blöðum um hvernig farið er illa með einhvern eða einhverja í þjóðfélaginu. Aalltaf svíður mér það jafnt sárt þegar farið er illa með erlenda verkamenn sem hingað koma til að vinna.Ég fæ það á tilfinninguna að sjálfsagt sé að svindla á þeim og einhvernvegin að fara illa með þá. Jesú talaði um það við Ísraelmenn að koma vel fram við útlendinga og minnast þess að einu sinni voru þeir sjálfir útlendingar í öðru landi.                                       

Náð Drottins nægir mér líka og er ný á hverjum degi.

Guð blessi þig líka, og vonandi fæ ég meiri skrif frá þér.

Jóhann Hauksson Akureyri

Jóhann Hauksson, 2.11.2007 kl. 10:24

7 identicon

Sæll aftur.

Hélt að þú værir farinn af landi brott. Já mér finnst ömurlegt þegar Íslendingar eru að nota útlendinga eins og upp við Kárahnjúkavirkjun.

Ég er núna að skoða slóð þar sem fer fram mikli umræða. Kíktu á slóðina. http://www.enoch.blog.is  Þarna er verið að tala um Jesúbúðirnar. Myndina sem var sýnd í sjónvarpinu fyrir nokkrum vikum. Einnig um kirkjur hér á Íslandi. Mikið fjör og mikið gaman.

Guð blessi íslenska þjóð

Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:29

8 Smámynd: Jóhann Hauksson

Það verður ekki fyrr en um mánaðarmótin  jan feb sem ég fer til Rúmeníu og þar verð ég í 5 mánuði. Einn mánuð á hressingarhæli og síðan 4 mánuði í trúboðsskóla. Vegna lélegrar heilsu minnar er ég að vonast til að að ná að létta mig og við það hverfa vonandi einhverjir af þeim verkjum og sjúkdómum sem herja á mig. Ég verð á slóðum Drakúla greifa í Transelvaníu en vona að ég geti verið í tölvusambandi og haldið áfram að blogga. Hafðu það gott , verðum í sambandi bless í  bili Jóhann  

Jóhann Hauksson, 4.11.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband