Sálardrepandi viðskiftahættir

Við hjónin erum nýkomin heim frá Grand Canary þar sem við áttum yndislega tveggja vikna dvöl í sól og góðu veðri alla daga, hita um 24 gráður og hafgola var ríkjandi alla daga. Þarna eru matsölustaðir með matseðil á íslensku og góðann mat á hóflegu verði. Eitt er þó mjög varasamt á þessum slóðum, það eru kaupmenn sem hafa frjálsa álagningu á vörum sínum og reyna með öllum ráðum að plata og einhvernvegin svindla á viðskiptavininum. Að nota greiðslukort í slíkum verslunum er mjög varasamt og dæmi um að einu núlli hafi verið bætt við upphæðina. Þessa kaupmenn má þekkja á því að þeir reyna að draga viðskiptavininn inn í verslanir sínar með fagurgala og sögum af Jónum og Gunnum sem þeir segjast þekkja persónulega heima á Íslandi og vegna góðar reynslu af Íslendingum þá bjóða þeir góðan afslátt um 15%. Ef varan er áhugaverð þarf að prútta og er raunverð oft um þriðjungur af uppsettu verði. Þeir sem selja myndavélar og annað slíkt eru sérlega hættulegir og reina að selja merki sem heita til dæmis ybersonykam og álíka þar sem hvergi sést hvar varan er framleidd og vélar sem sagðar vera 12 megapix eru ekki nema kannski 1,2 megapix og ónýt vara. Að mínu áliti eru slíkir viðskiptahættir sálardrepandi og hljóta að gera sölumennina samviskulausa með tímanum, vonandi fáum við aldrei að sjá slíka framkomu hérna heima gagnvart þeim sem heimsækja landið okkar.

059 037063 011032149002042


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann.

Velkominn til landsins. Vonandi hafið þið haft það gott í sólinni.

Það er satt með sölumenn á þessum slóðum, aldrei hægt að

treysta þeim 100% því miður, en ég lít alltaf á það sem part

af ferðinni:D

Kveðja úr borginni.

Halldór 

Halldór Benjamín (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Jóhann Hauksson

Takk fyrir að svara hringdu í mig er að fara suður á miðvikudaginn vantar far í Hafnarfjörðinn frá flugvellinum kveðja Jóhann

Jóhann Hauksson, 27.1.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband