Komið á leiðarenda.

Þá er stundin runnin upp og ég kominn á leiðarenda á heilsuhælið við Herghelia í Rúmeníu. Ferðalagið hófst á föstudaginn 1 febrúar er flogið var til Stansted og þaðan með rútu til Luton. Ekki var erfitt að finna rútuna enda allt vel merkt og við hvert rútustæði stóð einn kallari sem kallaði upp nöfn áfangastaða, síðan einn aðstoðarmaður og að lokum bílstjórinn sem tók við miðunum. Heldur var það óþægilegt að sjá bílstjórann fara öfugt í öll hringtorg og keyra alltaf á vitlausum kanti og ekki var það heldur þægilegt að mæta 40 tonna trukkum á dauðasiglingu og enginn í bílstjórasætinu enn alltaf einn farþegi.Frá Luton flaug ég svo með lágjaldaflugfélaginu wizzair til borgar í Rúmeníu sem heitir Cluj Napoca. Fyrir farið borgaði ég 27.30 pund og átti allt eins von á að fararkosturinn væri eldgömul rella með útikamar. Flugvélin var nýleg Airbus 380 og tók flugið 2 tíma og 15 mín. Flugið var hið þægilegasta í alla staði en ekki verður það sama sagt um lendinguna enda flugvöllurinn eitthvað í styttra lagi því flugstjórinn þurfti að nauðhemla með hreyflana á fullum blæstri afturábak. Á flugvellinum var tekið á móti mér af starfsmanni heilsuhælisins sem ók mér á leiðarenda um tveggja tíma keyrsla. Eitthvað hafa menn minni áhyggjur af löggunni og umferðalögunum hérna heldur en heima því ekið var greitt og allar þær umferðareglur sem ég lærði á meiraprófinu í nóvember þverbrotnar. Hér er ég nú kominn heill á húfi og er byrjaður í meðferð á hælinu sem ég hef miklar væntingar til. Heilsuhælið er rekið af Aðventistum og því yndislegt að vera meðal trúsystkina og finn ég kærleikann skína af hverju andliti og allar aðgerðir innleiddar með bæn. Hérna fylgja svo með myndir sem ég tók út um gluggana á herbergi mínu í dag. Vonandi hefur einhver gaman af þessu ferðalagi mínu en ég mun senda frá mér blogg og myndir .032034035035

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll elsku pabbi minn.

það er gott að þú skulir vera kominn á leiðarenda og líður vel . Það er eining mjög gaman að heyra hvað allir eru góðir við þig og að þú skulir vera sáttur við allt, og vera með Internet þannig að við hérna heima getum fylgst með þér. gaman að sjá myndirnar. En jæja góða skemtum og vertu nú duglegur. 

Kv. Guðný.

Smá Orða forði:

Búna síva: Góðan daginn.

Búna sjara: Góða kvöldið.

napte búna: Góða nótt.

Masína: Bíll

Guðný Lilja (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Jóhann Hauksson

hafðu skypeið opið hjá óla er með kveikt á tölvuni kveðja pabbi

Jóhann Hauksson, 3.2.2008 kl. 17:21

3 identicon

Sæll félagi.

Velkominn í nýju tímabundnu heimkynnin. Get vel trúað að óþægilegt sé að mæta bílum á fullu spani á öfugum vegarhelming og enginn undir stýri :D
Þeir eru nú svo öðruvísi þarna í Englandi...

Hafðu það gott í Rúmeníu, við heyrumst vonandi fljótlega. Ég ætla að fá mér skypeið í tölvuna mína.

 Kv, Halldór

Halldór Benjamín (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 19:11

4 identicon

Sæll

Gaman að lesa ferðasöguna. Búin að frétta frá þér einnig frá mömmu. Vona að þú hafir það gott Jói minn.

Eydís systir Sigga var að eignast lítinn, heilbrigðan strák í dag og ég hitti þau eflaust á fimmtudaginn þegar ég fer suður.

 Bestu kveðjur        Steinunn systir

steinunn (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband