Þjóð í bata

014017012Það er margt sem fer í gegnum hugann á stað sem þessum. Hér má sjá hvernig þjóð þróast undir alræði komuismans og kúgunar, hverskonar heim menn skapa þegar kristin trú er bönnuð og allt frumkvæði sett í fjötra. Þegar ég kom til Transilvaníu seint um kvöld og við ókum um borgir og bæi á leið okkar hingað á heilsuhælið varð ég fyrir hálfgerðu áfalli. Ekið var um þröngar götur, allt var dimmt og illa upplýst. Einstaka ljósastaur á stangli og alltaf bara öðru meginn við götuna, húsin flest eins og með hlerum fyrir gluggum og ekki að sjá ljós nema kannski í 20. hverju húsi  og þá kannski í einum glugga.Í þessari skítugu og dimmu myrkraveröld sást einstaka mannvera eins og draugur skjótast á milli húsa. Mér var ósjálfrátt hugsað aftur til ársins 1973 þegar ég og bekkjarfélagar mínir úr Vélskólanum fórum eina helgi til Vestmannaeyja í gosinu til að moka ösku af húsþökum. Tilfinningin var sú sama, kolsvört askan alstaðar,  dauði og eyðilegging í loftinu og  tilveran  öll svarthvít. Eftir að þjóðin varpaði af sér oki komunismans má sjá ýmsar breitingar, stórar verslunarmiðstöðvar hafa risið, og hinar glæsilegustu með öllum þeim vörum sem við eigum að venjast heima . Breitingu má lika sjá í húsagerð, ný hús eru að rísa sem gætu sómt sér vel hvar sem er í heiminum. Bílaflotinn er orðinn allur hinn glæsilegasti þó að enn megi sjá einstaka austantjaldsskrjóð í umferð. Það athyglisverðasta er samt að þjóðin virðist vera langsoltin eftir kristinni trú og er mikill uppgangur hérna á því sviðinu og vonandi að svo megi verða áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann ...og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér.  Gott að heyra að ferðin gekk vel. Ég er mjög spenntur fyrir að heyra lýsingar frá þér og sjá myndir sem þú ert að taka.  Þetta er allt 1/2 óraunverulegt þarna úti, en ég hef reyndar verið í Póllandi svo þetta er mér ekki alveg ókunnugt þótt ég hafi reyndar aldrei komið í sveitirnar.  Það liggur við að maður öfundi þig af einkakokkinum og einkanuddaranumog einkahúsinu... það er eins og þú sért á 15 stjörnu hóteli maður.... ..er ekki maturinn bara góður??

Bíð spenntur að heyra meira frá þér...hafðu það sem allra allra best...

kv

stefán

Stefán Stefánsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Jóhann Hauksson

Maturinn er hálf skrítinn er á hungurfæði svo að ég léttist, sakna góða matarinns sem ég kynnstist í lukkupottinum það er eins og ekki sé hægt að gera eins góðann mat hér. Fékk eitthvað ógeðslegt grátt jukk um daginn og lét það fara beint í klósetskálina, þar leit það út fyrir að hafa alltaf átt heima. Einstaka sinnum kemur þó eitthvað  ætt sem heldur mér gangandi. Að fara hérna á samkomur er afskaplega uppörvandi,

Jóhann Hauksson, 9.2.2008 kl. 19:01

3 identicon

Jæja, það tekur smá tíma að venjast matnum það er eins og þau hafi öðruvísi bragðlauka... ég var ekki aðdándi morgunmatsins, er það ekki þetta gráa jukk annars... maður vill fá sitt morgunnkorn. Ég er alltaf svo forvitin að heyra um Herghelia. Þannig að það er gaman, kannast við hann Gabríel, er hann ekki örugglega frá Búlgaríu?. Hitti hann reyndar bara í sumar... fínn strákur. kv Hlynur

Hlynur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Jóhann Hauksson

Gabriel er frá Búlgaríu og er afskaplega góður drengur, bróðir hanns er hérna líka sem nemandi í skólanum. Allt er á fullu við lokafrágang á endurbótum á heilsuhælinu. og koma 50 sjúklingar á sunnudaginn og verðum við þá 51. 

Jóhann Hauksson, 11.2.2008 kl. 16:34

5 identicon

Sæll.

Gott að sjá að þú lifir enn, þrátt fyrir jukkið gráa. Er ekki bara partur af megruninni að hafa bragðið óspennandi svo menn forðist að láta það ofaní sig?

Ég er sennilega búinn að  selja Honduna, er kominn hálfa leið með það. Hef ekki haft tíma til að setja upp Skypeið enn, er að vinna frá 8 á morgnana til 12 á kvöldin. Fer vonandi að hægjast aðeins á þessu (alla vega í nokkra daga svo maður nái nú andanum ) Hafðu það annars gott kallinn minn, við verðum í bandi.

Kær kveðja, Halldór Benjamín 

Halldór Benjamín (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband