Gærdagurinn var bjartur og fagur þó að hitinn mætti vera meiri eða um ein gráða þannig að kuldinn sagði til sín þegar gengið var inn í skóginn úr sólskininu. Ekki hafði ég gengið lengi þegar heyrðist í hestvagni sem kom skröltandi. Fylgdarmaður minn Gabríel kallaði á ekilinn og fékk hann til að stoppa og leifa mér að prófa að sitja í ellkilssætinu sem var búinn að vera draumur minn jafnvel áður en ég kom hingað til Transilvaníu. Við gengum svo áfram og komum á stað þar sem fjárhirðar voru með féð sitt á beit ásamt nokkrum hundum sem komu geltandi og gjammandi á móti okkur, en þegar þeir fundu að við voru ekki hættulegir og hundurinn sem var með okkur, lögðust þeir niður í grasið og fengu sér lúr. Yfir sviðinu var einhver undarleg ró og friður, kindurnar rólegar á beit og smalarnir sitjandi samann, spjallandi og virða fyrir sér hagann baðaðan í sólskini, hugurinn flaug sem snöggvast aftur til Betleimsvalla svo óralöngu síðan.
Ég er meðlimur Boðunarkirkjunar og ábyrgðarmaður fyrir útsendingu kirkjunar á rás FM104,9 á Akureyri.Ég er að fara út til Rúmeníu á heilsuhæli og einnig í trúboðsskóla. Ég fer út í lok janúar 2008 með von um bættari heilsu, lífsstíl og dýpri vitneskju um boðskap Biblíunnar þegar ég kem aftur heim í lok júní. Kom frá Rúmeníu nýr og betri maður
Athugasemdir
Hæ hæ ,
Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, maður bara hálf övundar þig á öllu sem þú færð að upplifa og sjá...
Jæja gangi þér nú bara vel og guð veri með þér
kv. Guðný Lilja og Cesar
Guðný Lilja (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.