Merki dýrsins

006Opinberunarbókin 13. v.16 og 17. Og dýrið lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka, og frjálsa og ófrjálsa setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar að enginn geti keypt eða selt nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess. Fyrir þá sem ekki vita hvað dýrið merkir þá er það útskýrt til dæmis í kafla 19, v 19 og kafla 20, v.2  þar er dýrið kallað dreki höggormur djöfull og Satan. Afhverju er ég að fjalla um þetta? Í fréttunum hérna í Rúmeníu var verið að segja frá því að í næsta mánuði ætta að fara af stað aðgerð þar sem örflögu væri skotið undir húð á enni eða hægri hendi fólks til að hægt væri að skanna viðkomandi og því ekki not fyrir Visakort eða persónuskírlíki. Talað er um að þetta byrji núna í næsta mánuði á Spáni og síðan í öðrum löndum. 'Eg vona að hér sé um einhvern misskilning að ræða og enn sé einhver tími til stefnu til að vinna sálir á band Jesú Krist því þeir sem hafa tekið á móti merkinu eru ekki í góðum málum við endurkomu Jesú sem er alveg á næsta leiti sé þessi frétt sönn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

þegar ég tók við Jesú Kristi sem frelsara mínum fyrir rúmlega 20 árum síðan þá vissu menn að þetta myndi gerast, núna er greinilega stutt í að þetta gerist, þetta er eitt tákn tímana, líkneski dýrsins sem getur talað er tölvan, merkið er örflagan/strikamerkin

Árni þór, 17.2.2008 kl. 12:01

2 identicon

Komdu sæll Jóhann minn,

 gaman að lesa frá þér greinarnar og sjá að þú hefur það gott. Vonandi gengur allt vel hjá þér næstu mánuðina. Þú munt hafa frá mörgu að segja þegar þú kemur heim. 

Bestu Kveðjur Inga og Guðný.

P.s. Þetta er alveg rosalegt með örflögurnar, þetta fær mann svo sannarlega til þess að hugsa sína stöðu.   

Guðný og Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband