Kominn í skólann

skólinn 019skólinn 006skólinn 015skólinn 013Kominn i skólann og er hann í húsnæði sem verður í framtíðinni heilsuhæli og er hér því um samtímalausn að ræða. Nemendur eru 13 og komum við frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Brasilíu og síðan ég frá Íslandi eini nemandinn og langelstur en hinir eru um 20 til 25 ára gamlir hressir og skemmtilegir krakkar. Skólinn er í þorpi sem heitir Brisko og er í um 25 km fjarlægð frá borgini Buso. Dagurinn byrjar kl 0530 hjá þeim sem eru á eldhúsvaktinni en kl 07,30 hjá hinum og þá með morgunsamverustund þar sem er sungið beðið og lesið upp úr Biblíunni. Morgunmatur kl 08 sem hefst með bæn og svo kennsla kl 09 og er kennt í 45 mín. í einu og hver tími innleiddur með bæn og endaður með bæn. Kennslan er siðan á enda kl 1245 og matur kl 13 og hefst með borðbæn. kl 15 er vinnuskylda þar sem nemendur eru að þrífa og ýmislegt annað sem tilheyrir rekstri skólans. Ég hef það hlutverk meðal annars að vera bílstjóri og hundahirðir en hér eru tveir hundar sem gæta lóðarinnar og láta ansi hátt á kvöldin þegar þeim finnst einhverjir ætla að koma óboðnir inn á lóðina. KL 17 er smá pása og síðan kvöldmatur kl 18 sem hefst með borðbæn eins og aðrir matmálstímar. Kl 19,30 er svo kvöldsamkoma með söng upplestri og bænum. kl 21 eiga allir að vera komnir í háttinn og sofnaðir kl 22. Það eru mikil forréttindi að fá að vera hér meðal kristinna og góðra manna og kvenna sem hafa heitið því að gerast trúboðar og breiða út trúna og eru dagarnir fljótir að líða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann, gaman að lesa pistlana þína. Er að fara til Rúmeníu á morgun, fyrst til Englands og svo eldsnemma þann 12.3. til Búkarest.

Verð með norskum hópi í Odobest, hlakka mikikið til. Verðum í 10 daga. Gaman væri að sjá þig, væntanlega verður ekki farið nema til Sinaia og í kastala Drakúla.

kv. Úlfhildur síminn er 00354 690 2604

Úlfhildur Grímsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:36

2 identicon

hæ hæ afi minn/jóhann. gangi þér vel þarna í skólanum, gott að vita að þú sért ánægður þarna. það er fyrir öllu. líði þér sem allra best. kærar kveðjur fólkið Aðalstræti 5. allir biðja að heilsa.

Fjöl. Aðalstræti 5 (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:11

3 identicon

Þú mátt skila kveðju til Ruy og Lumintsu:) mér fannst stórkostlegt að byrja allar kennslustundir með bæn breytir rosa miklu.

Kveðja Hlynur 

Hlynur (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband