Fyrir viku síðan fórum við nemendur skólans og gengum í hús boðandi trúna. Okkur var misjafnlega tekið en samt voru nokkrir sem þáðu Biblíufræðslu og núna í dag sem er páskadagur heima eru um 20 einstaklingar sem fá fræðslu. Hérna er ýmislegt öðruvísi en heima. Páskarnir til dæmis ekki fyrr en í næsta mánuði, enda flest allir í Réttrúnaðarkirkjunni. Við hliðina á skólanum er sjúkrahús og ekki óalgengt að sjá sjúklinga á labbi í röndóttum náttfötum og flókainniskóm á leiðinni á pöbbinn að fá sér einn kaldann fyrir stofugang á morgnana. Sjúkrahúsin eru sagðar hinar verstu dauðagildrur hérna í Rúmeníu, þarf að múta læknum og hjúkrunarfólki til að sinna sjúklingum og því margir efnalitlir sem deyja drottni sínum án aðhlynningar. Vonandi verður ástandið aldrei þannig heima.
Ég er meðlimur Boðunarkirkjunar og ábyrgðarmaður fyrir útsendingu kirkjunar á rás FM104,9 á Akureyri.Ég er að fara út til Rúmeníu á heilsuhæli og einnig í trúboðsskóla. Ég fer út í lok janúar 2008 með von um bættari heilsu, lífsstíl og dýpri vitneskju um boðskap Biblíunnar þegar ég kem aftur heim í lok júní. Kom frá Rúmeníu nýr og betri maður
Athugasemdir
Sæll Jóhann.
Bara að kasta á þig kveðju. Vonandi hefuru það gott þarna úti við endimörk veraldar:D
Kv, Halldór Benjamín
Halldór (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.