11.4.2008 | 09:23
Sagan um húsið.
Um daginn gerðist svolítið einkennilegt sem sýnir hversu menn geta orðið sturlaðir af hinum efnislegu gæðum. þannig var að ég og trúboðsfélagi minn Bogdan heimsóttum gömul hjón sem vildu lesa með okkur Biblíuna. Eftir að hafa boðið okkur inn og við vorum sest niður og byrjaðir að ræða við hjónin heyrist eins og sprenging og er við litum út sjáum við skóna okkar fljúga eins og svartir hrafnar lengst út á götu og inn kemur maður algerlega sturlaður af bræði. Þó að ég skildi ekki hvað hann sagði þá sá ég á látbragði hanns að hann vildi okkur út og það á stundinni , ekki nóg með það, heldur tók hann upp grjót sem hann gerði sig líklegan til að berja okkur með eða henda í okkur. Við þessar aðstæður var ekki um annað að ræða en kveðja með skyndingu því maðurinn var til alls líklegur . Tveim dögum seinna fórum við aftur til hjónanna og fengum þá skíringu á hegðun mannsins sem reyndist vera bróðir konunnar. Þannig er að hjónin eru barnlaus og eiga húsið sem þau búa í . þessi bróðir passar upp á að eingin komi í heimsókn eða sýni hjónunum vináttu af ótta við að þau erfi viðkomanda að húsinu, eru þau því í einskonar stofufangelsi, og bróðirinn bíður eins og hrægammur eftir því að hjónin andist til að hljóta húsið í arf. þannig getur ómerkilegur húskofi sem varla er mannabústaður orðið fangelsi íbúana.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Athugasemdir
Mögnuð saga og illska og græðgi mannanna birtist þarna á mjög undarlegann hátt.
Mofi, 11.4.2008 kl. 16:43
Sæll pabbi minn,
Maður veit varla hvað maður á að segja eftir að hafa heyrt svona sögu. En það er gott að þið komust heilir á húfi burt frá bróðirnum! Og vonandi bætist ástandið hjá hjónunum.
Héðan er annarrs allt gott að frétta, það var alveg yndislegt veður í dag þrátt fyrir snjóinn og mamma biður að heilsa.
Jæja gangi þér nú vel og vertu duglegur að labba (og blogga).
Kveðja frá klakanum.
Guðný Lilja (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:38
Sæll Jói.
Loksins annað blogg, maður er búinn að bíða spenntur eftir næstu sögu.
Heldur skuggalegt hvað peningar og aðrir veraldlegir hlutir geta algjörlega brenglað mann. Vonandi bara að Biblíulesturinn með hjónunum hafi skilið eitthvað eftir fyrir þau, því þó þau séu ekki vel stæð fjárhagslega þá er fjársjóður falinn fyrir þessum heimi sem við þurfum öll á að halda.
Hafðu það sem allra best og vonandi næ ég að heyra í þér við tækifæri.
Kveðja úr litlu höfuðborginni Þinn vinur, Halldór
Halldór (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:58
sæll Jóhann/afi minn, ekki spennand saga þessi, en þið sluppuð og það er fyrir öllu að ekkert hafi komið fyrir þig/ykkur.
Við hlökkum mikið til sumarsins og heimkomu þinnar, maður er farin að sár sakna þín. Meigi allt það góða í heiminum fylgja þér.
kær kv. Hanna Lára og svala
Svala og Hanna Lára (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 18:39
Ótrúleg saga.....mammon er ekki dauður úr öllum æðum....
Guðni Már Henningsson, 21.4.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.