ER HEIMSENDIR AÐ KOMA ??

endurskýrn 053endurskýrn 032endurskýrn 103

Fyrir nokkrum dögum síðan las ég bók sem heitir . Of seint að fara í felur. Bókin er skrifuð á ensku og fjallar um hóp Aðventista sem verða fyrir ofsóknum vegna þess að þeim er kennt um allt sem miður fer í heiminum. Sett hafa verið á lög sem skildar alla til að halda Sunnudaginn heilagann. þar sem Aðventkirkjan heldur sig fast við laugardaginn sem hinn eina Biblíulega hvíldardag samkvæmt 4. Boðorðinu verða Aðventistar fyrir aðkasti um allan heim og verða að fara í felur. Ekki nóg með það heldur kemur engill fram á hinum ýmsu stöðum og segist vera Jesú Kristur, gerir tákn og undur og hvetur alla til að ráðast á Aðventista  vegna óhlýðni við Sunnudagslögin. Þessi fals Kristur kemur fram í frétta tímum sjónvarpsstöðva með sinn hatursboðskap sem leiðir dauða yfir Aðventista hvar sem til þeirra næst. Mjög fljótlega eftir þennan atburð kemur hinn Raunverulegi Kristur í skýjum himins eins og segir í Biblíunni , 1. Þessalonikubréf kafli 4. Vers 13 til 18, og hrífur hina hólpnu með sér til himna. Hversvegna er ég að fjalla um þetta núna? Þegar ég las söguna fannst mér hún vera of óraunveruleg til að geta orðið sönn þó að við Aðventistar bíðum eftir endurkomu Jesú eins og sagt er í bréfinu sem ég vitnaði í. Samkvæmt tölvupósti frá DAVID GATES FRONTLINE MISSION REPORT www.gospelministry.org  mun Páfinn í Róm í ferð sinni til Bandaríkjanna leggja það til meðal annars að sett verði  lög sem skildar alla til að halda Sunnudaginn sem hin eina sanna hvíldardag. Komist slíkt á verða þeir sem brjóta gegn þessum lögum því augljóslega lögbrjótar og ekki ólíklegt að hart verði tekið á slíku sérstaklega þegar efnahagur heimsins er að verða gjaldþrota. Þessi frétt hefur komið okkur í talsvert uppnám og biðjum við núna um lengri frest til að geta náð til ófrelsaðra sála áður en það verður um seinan. Verið viðbúin nú er stutt í endirinn ef allt er að fara á versta veg eins og allt bendir til. Fylgist með fréttunum og skoðið heimsmálin í ljósi Biblíunnar.  Miðvikudagskvöldið 9 apríl tók ég það stóra skref að endurnýja heit mitt við Frelsarann sem ég gerði 1993 og skírðist núna inn í Aðventkirkjuna.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann og þakka þér pistlana. Var í Rúmeníu í 10 daga ævintýralegri ferð. Var í hópi Norðmanna í sjálfboðaliðastarfi í Odobesti.Mjög góð ferð, vel unnið og hlakka til að komast sem fyrst aftur.

Vona að þú hafir það gott. Kærar kveðjur. Netfangið er gudrgrim@landspitali.is, Úlfhildur G

Úlfhildur (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:40

2 identicon

Sæll. Góð upplýsing hjá þér í þessari færslu.

Mér finnst það sind og skömm að tillögur um lög sem þessi séu sett fram, því þetta verður aðeins til þess eins að þrengja að hópi fólks sem ekki telur þetta rétt skref innan trúarbragða. 

Eins og ég sé þetta eiga þessi lög (ef af verður) bara eftir að skapa vesen og leiðindi.

Kv. Halldór 

Halldór (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:09

3 identicon

Sæll

Hvíldardagur? Hvað með fólk sem vinnur á sjúkrahúsum? Ekki er hægt að skilja sjúklingana eftir? Þeir sem vinna björgunarstörf? Hver á að segja hver má vinna og hver ekki? Og hvað flokkast sem vinna?

Spurull spyrill

Allt gott af okkur að frétta, fallegt veður en kalt. Gaman að sjá myndirnar og ótrúleg sagan um bróðurinn sem passaði upp á "arfinn".

Bestu kveðjur Jói minn og hafðu það gott

Steinunn systir

steinunn hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband