RÚMENÍA LAND EINGU LÍKT

bogdan pictures3 314bogdan pictures3 286bogdan pictures3 273DAVID G OG RÚMENÍA 015Rúmenía 2008 052Rúmenía 2008 057Rúmenía 2008 054Rúmenía 2008 055Rúmenía 2008 053Rúmenía 2008 051Rúmenía 2008 050Rúmenía 2008 047Rúmenía sérstakar myndir 003PICB 094PICB 318PICB 317PICB 096          bogdan pictures3 137                                                                                  

Hér í Rúmeníu er margt öðruvísi en heima , ég er ekki lengur hissa á að sjá fólk á gangi á náttfötunum á götunni við spítalann sem er í næsta nágrenni við skólann þar sem við búum, ekki þarf heldur að fara langt til að sjá gamlar konur sitja með eina belju í bandi nagandi  grasið í vegakantinum, kind eða geit svo nokkuð sé nefnt. Stundum þarf ég að biðja einhvern sem ég er að aka að fara út úr bílnum og reka hænur og annan fiðurfénað ásamt slatta af ungum af veginum svo ekki verði ekið yfir bústofninn. Hér gengur allt út það að vera með einhver dýr í bakgarðinum og rækta eitthvað enda lífið erfitt hjá mörgum sérstaklega þeim öldruðu. Trúin er heldur ekki til að létta efnalitlu fólki lífið.  Hér kennir  Ortadox kirkjan fólki að þegar einhver deyr þá verði að halda heilmikla veislu og bjóða öllum því hinn látni kalli úr gröfinni að nú sé hann svangur og vilji borða með vinum sínum og ættingjum . Slíkir matmálstímar eru haldnir fjórum vikum eftir andlát viðkomandi , síðan eftir fjóra mánuði, síðan með einhverja ára millibili. Slíkar matarveislur ganga nærri hinum efnaminni og hafa þeir oft ekkert annað sér til lífsviðurværis í langan tíma á eftir en hundasúrur og túnfífla og grýlukerti á vedurnar. Húsbyggingar eru hérna oft með öðru sniði en heima og hef ég verið að fylgjast með sígauna sem er að byggja sér hús , eftir að hlaðinn hefur verið grunnur er slegið upp trégrind síðan er þakið byggt og að því loknu er náð í leikenda mold, þó nokkuð af gömlu grasi, þessu er síðan öllu hrært saman með vatni og ekki þykir saka að láta eina og eina lúku af hrossaskít fylgja með til að límingin verði nú alveg fullkomin og ströngustu byggingarreglugerðum staðarins mætt, síðan er þessu jukki klesst inn í grindina og látið þorna. Svona verða  útveggirnir til . Áður en ég utgötvaði þessa stórsnjöllu og ódýru byggingaraðferð furðaði ég mig oft á skritini lykt sem vildi fylgja sígaununum þegar við vorum að smala þeim í bílunum okkar til kirkju um helgar, en núna tel ég mig vita svarið. Það er annars af sigunum að segja að þeim virðist vera fyrirmunað að stunda reglulega vinnu en helga sig sníkjum og betli, alveg sérstaklega þykir þeim ég vera gjöfult fórnarlamb og vita hvernig eigi að fá mig til að opna budduna. Gamlar konur  og ungar mæður með ungabörn þykja góður kostur til að bræða í mér hjartað.  Oft koma til mín gamlar konur, hágrátandi og eiga óskaplega bágt, grátandi í hægra eða vinstra  svuntuhornið eftir því hvort þær eru örvhentar eða ekki, sína mér allskonar pappíra og rönkenmyndir  og vilja pening, eða þá ungar mæður með ungabörn sem eru hættulega veik og ég verð að bjarga með því að leggja í talsverð fjárútlát til að bjarga barninu. Ég og mín fjölskylda hefur átt erfiða daga og verið fátæk því er ég sérstaklega viðkvæmur fyrir fátæku og  bjargarlausu fólki þó að baslið sé oft sjálfskapað þá er eymdin engu minni . Eina sögu get ég sagt sem lýsir hugsunargangi  sumra sígaunna. Eini sígauninn sem ég vissi að var í vinnu  lenti í því að fótbrjóta sig í sögunarversmiðjunni þar sem hann vann og getur ekki unnið með fótinn í gifsi og verður svo um einhvern tíma, þar sem hann er eitthvað fatlaður líka í fótunum. Þessi maður hefur verið hjá okkur reglulega í skírnarundirbúningi en hann hyggst taka niðurdýfingarskírn í haust . Allt í einu hætti hann að koma og  þegar við fórum að grennslast fyrir um hann fengum við þær fréttir að bróðir hans sem hann býr með hafi neitt hann með sér til Spánar.  þar kúgar bróðirinn hann  til að betla á götunni  svo hann geti haft af honum tekjur eftir að hann varð óvinnufær. Svona getur raunveruleikinn verið ómanneskjulegur fyrir suma, en því miður allt of marga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að Rúmenía sé komið inn í Evrópusambandið.Halelúja,eftir því.

Númi (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:41

2 identicon

sæll,

Það er alltaf jafn áhugavert og skemmtilegt að lesa greinanar eftir þig. Hlakka til þegar þú kemur heim og getur sagt frá ævintýrunum sem þú hefur upplifað þarna og sýnt mér myndir.  Gangi þér vel og haltu vel um budduna.

kv. Guðný Lilja

Guðný (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 17:55

3 identicon

Hæ já þetta virðist skelfilegt ástand þarna úti, og ég veit að það tekur á þig að sjá fólk líða illa þú ert bara þannig, of góður á köflum held ég. Okkur hlakkar mikið til að fá þig heim aftur eftir allan þennan tíma, kanski að maður þekki þig ekki aftur, fyrst þú ert búin að leggja svona mikið.

væntum og saknaðar kveðjur. Svala og Hanna lára 

Svala og Hanna Lára (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband