19.6.2008 | 12:43
ERUM VIÐ HÓLPIN, HUGLEIÐING FRÁ RÚMENÍU
Þá er að verða komið að sögulokum hjá mér hérna í Rúmeníu og margt sem ég hef upplifað og miklar breytingar orðið í mínu lífi andlegar og líkamlegar. Núna er ég með þá fullvissu að ég eigi mitt framtíðarheimili í hinni nýju Jerusalem og það gefur mér mikla sálarró og löngun til að hjálpa öðrum að ná þessu marki í sínu lífi með hjálp Heilags anda og Jesú Krists. Ég náði því marki að losna við 40 kg þó í upphafi hafi markið verið sett á 50 kg, þá get ég ekki annað en glaðst yfir þessum árangri. Grænmetisfæðið fer vel í mig og hyggst ég halda áfram á þeirri braut eftir að ég kem heim, ég er allur einhvernvegin annar maður eftir að ég fór á þetta fæði sem Guð skapaði okkur til að neita í upphafi : 1. Móseb.1.kafli Vers 29. Við höfum ekkert breyst að því leitinu þó að Guð hafi leift okkur að borða kjöt og fisk með skilyrðum eftir flóðið: 1 Mósebók 9.kafli vers 3,og 4, einnig ; 3 Mósebók 11. kafli allur kaflinn. Mér er minnisstætt kvöldið sem ég kom hingað til Rúmeníu í byrjun febrúar, allt var svo skítugt dimmt og grátt og húsin ljót, þau eru að vísu flest ljót enn, en gróðurinn er farinn að hylja húsin og mikið um rósir og vínvið við húsin. Fólkið hérna virðist vera flest mjög fátækt og baslið birtist hérna við manni hvert sem litið er, þó hafa engvir það eins slæmt og aldraðir og öryrkjar, og svo sígaunarnir sem vilja ekki vinna en eru þó allan daginn eitthvað að bauka skítugir og þreytulegir með heila krakkahjörð á eftir sér . Einn sem við höfum heimsótt reglulega og lesið með Biblíuna er gamall maður sem býr við einhverjar þær ömurlegustu aðstæður sem ég hef séð að frátöldu elliheimilinu sem ég lýsti í fyrri skrifum. Það er að segja af honum að fyrir valdatöku komunista hér í Rúmeníu var hann óðalsbóndi með tugi manna í vinnu, gríðlega stóra jörð þar sem hann ræktaði korn, og var með mikið af búpeningi af öllum tegundum og bjó í húsi með 24 svefnherbergjum. Þegar kommúnistar komust til valda var það þeirra fyrsta verk að handtaka hann og hans líka, því að sannir kommúnistar hafa alltaf vitað og reynt á enginn skinni að enginn getur orðið ríkur á að stunda heiðarlega vinnu, því hlýtur allur auður að vera þjófstolinn með einhverjum hætti. Þessi vinur okkar var því dæmdur í margra ára fangelsi og eigum hans skrift út til alþíðunnar. Af fangelsisdvölinni lokni veitti flokkurinn honum af sinni margrómuðu gæsku vinnu hjá ljósmyndara við að lita svarthvítar myndir, við þetta göfuga starf vann hann svo þar til að hann varð að láta af störfum vegna aldurs og býr núna í einu herbergi í húsi sem sonur hans á en sonurinn er hvergi nærri og hann því einn í þessum kofa hálf blindur og að mestu bjargarlaus með kolakamínu í herberginu sem kynnt er með timbri sem er út um allt og sóðaskapur slíkur að minnir hellst á gamla og lúna vélsmiðju ,sót og óhreinindi út um allt, þó höfum við af og til farið til gamla mannsins og tekið til og fært honum mat, hann er algerlega ófær að hugsa um sjálfan sig og enginn getur tekið hann að sér en því höfum við reynt að koma til leiðar. Af kynnum mínum af fólki allmennt hérna í Rúmeníu verð ég að segja að þau eru góð. Rúmenar eru fólk eins og við heima sem er að takast á við sömu daglegu hluti og við en að flestu leiti mörgum áratugum á eftir okkur. Flestir þurfa að sækja vatn í brunna, og nota útikamra sem eru staðsettir nokkuð frá húsunum og hljóta að vera ömurlegir staðir fyrir aldrað fólk að heimsækja á veturna í frosti og snjó, einn slíkur hefur verið reistur við hrossaskítshúsið sem ég sagði frá í fyrri grein. Ég hef lært mikið hérna í Rúmeníu á því að kynnast fólkinu og aðstæðum þess og kann betur að njóta þeirra hluta heima sem við teljum sjálfsagðir og við hætt að hugsa um sem lúxus, eins og heilbrigðiskerfið, húsin okkar með rennandi vatni sem er besta drykkjarvatn í heimi , innisalerni, hitaveita, sími, rafmagn, sjónvarp, þvottavél og annar lúxus. Svo hverskins afþreying sem okkur stendur til boða utan heimilisins, og sú staðreynd að atvinnuástand og efnahagslegur stöðuleiki hefur verið í góðu lagi þó að sumum finnist alltaf að betur megi gera en það er partur af mannlegu eðli og er hvatinn að allri framþróun og kemur í veg fyrir stöðnun. Talandi um atvinnuástand þá á ég eftir að kynnast því sjálfur þegar ég kem heim því ég þarf að fá vinnu á Akureyri sem hentar minni starfsgetu og hefur ekki áhrif á þann heimsóknartíma sem ég hef í fangelsið á Akureyri en þangað kem ég á mánudögum kl 14 til að boða föngunum nýtt líf í Jesú Kristi með hjálp heilags anda. Það er með söknuði sem ég kveð þennan skóla þar sem ég hef verið undanfarandi fjóra mánuði, ég hef bundist samnemendum mínum og kennurum sterkum böndum og öll erum við eins og ein fjölskylda sem verður núna að skilja og eigum ekki eftir að hittast aftur fyrr en við göngum inn í hina nýju Jerúsalem á himnum þegar Jesú kemur í skýjum himins að sækja okkur, og fara með okkur heim. Matteus. Kafli 24, vers 30 eining Lúkas kafli 17 vers 24 að 31. Því miður er þessari staðreynd lítið haldið á lofti og því að það eru aðeins tveir valkostir í lífinu, að frelsast eða glatast, það eru ekki fleiri valkostir: Matteus kafli 25 vers 31 og til og með vers 46, hinir glötuðu munu ekki kveljast eilíflega í eldi heldur munu þeir fuðra upp og verða eilíflega ekki til lengur. Opinberunarbók Jóhannesar kafli 20 vers 7 til 10, og Malakí kafli 3 vers 19. Verið vakandi því þó á undan komu Jesú: Matteus kafli 24 allur kaflinn, munu verða hörmungar sem lýst er í áðurnefndum kafla. Fólk mun ekki vita, að þetta eru tákn um komu Jesú og verður ekki búið að skipa sér í raðir hinna réttlátu og glatast. Við erum vitni að hörmungum og dauða tugþúsunda í sjónvarpsfréttunum en af því við finnum ekki fyrir þessu á eigin skinni þá eru þessar fréttir að því er okkur finnst okkur óviðkomandi og við látum þær ekki vara okkur við, enda vita fæstir hvað Biblían segir þar sem hún er ekki lesin á flestum heimilum. En þegar Jesú kemur þá munu hinir óviðbúnu hrópa til presta sinna og segja: þið vissuð að Jesú myndi koma en létuð okkur ekki vita og nú erum við glötuð. Mikil verður ábyrgð og sekt þeirra á þeim degi og einnig okkar sjöunda dags aðventista sem vitum þetta ef við segjum ekki öðrum frá. Þegar Jesú kemur þá kemur hann með launin með sé, þá er of seint að iðrast synda sinna. DAGURINN Í DAG gæti verið síðasti dagurinn í okkar lífi til að iðrast og gera Jesú að FRELSARA OKKAR: VILLT ÞÚ TAKA VIÐ HONUM NÚNA Í DAG?? Á MORGUN GÆTI ÞAÐ VERIÐ OF SEINT.Hafir þú áhyggjur af sáluhjálp þinni þá hvet ég þig til að hafa samband við þinn sóknarprest, eða hafa samband: Kirkja sjöunda dags aðventista Suðurhlíð 36, Reykjavík sími 588 7800 sda@adventistar.is
Opnunartími: Mánudag til fimmtudag frá 8 til 16. Föstudag frá 8 til 12. Eining hvet ég alla til að hlusta á útvarp Boðunarkirkjunnar fm 105,5 á Reykjavíkursvæðinu og fm 104,9 á Akureyri. Einnig má hafa samband við mig í síma 8671574 .Verð kominn heim frá Rúmeníu þann 29. Jun. 2008. Megi Guð vera okkur náðugur . Jóhann Hauksson
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 21.6.2008 kl. 05:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.