DAGAR OKKAR ERU TALDIR.

Áður en við vorum mynduð í móðurlífi sá Guð lífshlaup okkar fyrir.Fæðingardag og dánardag. Þeir sem eru ungir halda, og finnst sem þeir eigi allan tímann í veröldinni framundan, en allt of oft verðum við vitni að því að ungt fólk lætur lífið, fólk sem taldi sig eiga ómæld ár framundan. Jesú mun koma aftur og þá eru bara tveir hópar manna og kvenna, hólpnir og glataðir. Við vitum ekki hversu mikinn tíma við eigum eftir til að undirbúa okkur undir komu frelsarans, þó að Jesú kæmi ekki aftur fyrr en eftir 10 ár eða 100 þá eru dagar okkar taldir og því ekki eftir neinu að bíða, kannski er dagurinn í dag síðasti dagurinn minn eða þinn. Biðjum Jesú um að fyrirgefa okkur og iðrumst synda okkar með hjálp Jesú og einnig að hann geri syndir okkar skýrar í huga okkar svo að við vitum hvar við þurfum að taka okkur á. Með hjálp Jesú er allt mögulegt og hann gefur okkur eilíft líf, við erum þá stiginn frá dómnum til lífsins. Jesú hefur borgað syndasekt okkar. Þegar Jesú kemur aftur í skýjum himins þá kemur hann með launin með sér.  þá er of seint að iðrast og harmakvein hinna glötuðu verða ólýsanleg. Ekki verða í þeim hópi. Jesú kallar á þig hann elskar þig,  þú getur ekki valdið honum vonbrigðum því hann þekkir þig. Ég vill endurspegla elsku Jesú til þin og vara þig við. Hann hefur fyrirgefið mér og gefið mér nýtt líf og fullvissuna um eilífa lífið á himnum hann vill sjá þig þar og ég vill fá að kynnast þér þar í eilífðinni sem bróðir minn eða systur. NOTUM DAGINN Í DAG HANN GÆTI VERIÐ SÍÐASTI DAGURINN ÞINN EÐA MINN. OPNAÐU HJARTA ÞITT FYRIR JESÚS NÚNA. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband