3.12.2008 | 22:17
ER JÓLASVEININN ANTIKRISTUR JÓLANNA?
Við þurfum að skilgreina orðið antikristur, það er sá sem tekur sér stöðu Krists og fær hans tilbeiðslu. Þegar líða fer að jólum fer að bera mikið á Jóasveininum og jólatrénu. Verslunarmiðstöðvar keppast við það erlendis að hafa jólasvein á áberandi stað hampandi börnum og taka niður óskir þeirra um jólagjafir sem hann svo lofar að koma með ef börnin verða þæg og góð. Þetta er sérlega áberandi erlendis en hugsunin er sú sama hér heima.
Jólin eru sögð fæðingarhátíð Jesú Krists frelsara mannanna og jólaljósin eiga að minna okkur á að Jesú er ljós heimsins; jóh 8:12 Nú talar Jesú aftur til þeirra og sagði:,,Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins." Tengjum við jólaljósin þessum orðum?
Tengjum við Jólin við þá stærstu gjöf sem okkur hefur verð gefin en svo allt of fáir þiggja? Jóh 5:20 Því svo elskaði Guð heiminn að hann GAF son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Hversu margir muna eftir þessari gjöf á jólunum?
Okkur er innprentað í barnæsku að Jólasveininn komi með gjafirnar á jólunum og hann því persónugerfingur alls hins góða og göfuga er tengist jólahátíðinni.
Hugsum okkur að við séum á gangi í einhverri kringlunni um jólin og sjáum einhvern í gervi Jesú Krists sitja í sæti jólasveinsins með börn í fanginu, þeim af okkur sem Jes elskar mest. Matt 19:14. Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er himnaríki.
Hvernig myndum við bregðast við slíkri sjón? Mörgum fyndist hún ekki eiga heima í þessu musteri Mammons.
Leiðum hugan að því hversu jólin eru komin langt frá Kristi og farin að líkjast þeirri heiðnu hátíð sem þau voru, en allt aftur til daga Babýlons og Babelsturnsins hafa verið haldin jól með jólatré, skrauti og gjöfum og á nákvæmlega sama tíma eða 25. desember sem var fæðingardagur Tammuz öðru nafni sólguðinn Bal sem við lesum um í gamla testamentinu.
Höldum þessi jól til dýrðar Jesú Krists og alveg sérstaklega núna á þessum tíma þegar traust á jarðneskan auð og öryggi hefur beðið algjört skipbrot. Munum eftir okkar minnstu bræðrum og systrum á þessum erfiðu tímum og minnumst orða Krists í Matt 25:40 Allt sem þér gerið einum minna minnstu bræðra, það hafið þið gert mér.
Gefum Guði dýrðina en ekki Jólasveininum og allt sem hann stendur fyrir. Megi þessi texti úr jólasálminum sem sunginn er á hverjum jólum eiga við heimili okkar: Hvert fátækt hreysi höll nú er því Guð er sjálfur gestur hér.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Athugasemdir
Jólasveinninn hefur í raun ekkert með fæðingarhátíð Krists að gera . Það er ekkert minnst á hann í Biblíunni, og hvað þá í apókrýfu bókunum . Fólk á að horfa á huga og starfandi hönd Krists, og leggja honum lið um jólin í stað þess að dæla milljörðum í fánýtar jólagjafir sem gleðja fáa, nema þá kaupmenn sem spranga um á sólarströndum þegar almenningur fær hinn sjokkerandi jóla-visareikning í febrúarbyrjun . Góður pistill Jói !
Júrí (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.