15.5.2009 | 21:33
Setning alþingis
Setning alþingis var í dag og með mjög óvenjulegum hætti. Núna í fyrsta skipti í sögu Íslenska Lýðveldisins gerðist það að þó nokkrir þingmenn hunsuðu með opinberum hætti Guðsþjónunnustuna í Dómkirkjunni sem er sá hluti þingsetningarinnar sem á að gera mönnum það ljóst að yfir öllum stjórnum er sá stjórnandi sem öllu ræður, og þingmenn, ráðherrar, forseti, og aðrir ráðamenn þurfa að sína hollustu og auðmýkt. Þetta hlýtur að hafa verið markmiðið frá byrjun. Núna er Guðleysið að verða slíkt að þingmenn kjósa að hlíða á talsmann siðmenntar halda ræðu um siðferðileg gildi í staðinn fyrir að leita í trúna og jafnvel fannst einum þingmanninum hann hvergi eiga betur heima en í hópi fólksins sem var með háreisti og dónaskap á Austurvelli gagnvart þingsetningunni og alþingi, og lét taka viðtal við sig meðal þessara " vina sinna." Það setur að mér hálfgerðan hroll við þá tilhugsun að þessir þingmenn eiga núna ásamt öðrum góðum og miður góðum þingmönnum að leiða þjóðina úr einhverjum þeim mestu þrengingum sem riðið hefur yfir á síðari tímum. Þrengingar sem varð af manna völdum og bitnar núna á öllum almenningi sem skal borga skuldina fyrir hina fáu sem leiddu þessa ógæfu yfir þjóðina. Megi algóður Guð vera með þjóðinni sem sýnir skapara sínum lítilsvirðingu á þrengingartímum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sammála þó að ég hafi mínar efasemdir um hve trú boðskap Biblíunnar þeir sem fóru í Guðþjónustuna í Dómkirkjunni og sömuleiðis sá prestur sem messaði yfir þeim. Virkilega sorglegt að þessir menn skyldu taka stöðu með guðleysis félaginu Siðmennt á móti kristni. Endilega skilja þessi orð með það í huga að ég aðhyllist aðskilnað ríkis og kirkju.
Mofi, 17.5.2009 kl. 10:42
Mofi, ég skil þig ekki, þar sem þetta er einmitt spurning um aðskilnað ríkis og kirkju, en ekki um trúarafstöðu.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.5.2009 kl. 04:14
Hjalti, mér finnst þetta einmitt vera að taka afstöðu með guðleysi á móti kristni. Hlutlaus afstaða hefði verið að sleppa messunni og fyrirlestrinum hjá Siðmennt.
Mofi, 18.5.2009 kl. 10:57
Í fána okkar Íslendinga er kross og hann er eilíft tákn okkar um að við erum kristin þjóð. Við þurfum að henda fána okkar og siðferðisstöðlum ef við viljum fara inn í Guðleysisstefnu Siðmenntar stefnu sem veitir enga von og huggun á erfiðum stundum í lífi okkar sem einstaklingar og þjóðar.
Jóhann Hauksson, 31.5.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.