19.9.2009 | 10:11
Afleiðing Guðleysis
Við setningu alþingis taldi einn stjórnmálaflokkur sig eiga betur heima undir predikun siðmenntar en predikun í Dómkirkjunni, þessi stjórnmálaflokkur kallaði sig Borgaraflokkurinn og beint afsprengi búsáhalda biltingunar og þar með vera rödd fólksins í landinu sem hrópað " vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn". Þessi flokkur sem taldi sig vera kominn til að leysa hina " vanhæfu ríkisstjórn af hólmi " byrjaði sitt starf við setningu Alþingis með gjörðum sínum að lýsa aðra stjórn vanhæfa, stjórn Guðs. Hvernig er staðan í dag hjá þessum flokki? Því er fljótsvarað eftir nokkra mánuði á þingi er hann liðinn undir lok og fólk sem kaus Borgaraflokkinn situr eftir með brostnar vonir og finnst það hafa kastað atkvæði sínu á glæ. Hver er staðan í dag: Við erum skuldug upp yfir haus og viljum meiri og meiri lán, við erum búinn að glata sjálfstæði okkar og dönsum eftir vilja landsstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fær okkur til að gera allt þveröfugt við það sem okkar ágætu hagfræðingar segja og atvinnulífið fer fram á að við gerum. Í dag er sá dagur sem Biblían nefnir hvíldardagur, dagur sem á að halda hátíðlegan, sjöundi dagur vikunnar Laugardagur samkvæmt 4. boðorðinu. Guðleysi þjóðarinnar hefur brenglað þennan dag og fært hann yfir á Sunnudaginn, Sólardaginn sem var haldin hátíðlegur í heiðnum sið til að dýrka sólguðinn hinn forna. Í dag segja prestar að það sé í lagi að halda hvaða dag sem er hvíldardag, en Jesú hefur helgað og blessað hvíldardaginn og segist vera herra hvíldardagsins sem er Laugardagur, ekki sunnudagur mánudagur eða hver annar dagur vikunnar. Hvað hefði gerst hefði Jesú haldið sunnudaginn hátíðlegan eins og gert er í dag? Því er fljót svarað, Jesú lægi enn dáinn í gröfinni og ætti engrar upprisu von, hann og við værum eilíflega glötuð í dauðanum. Jesú hefði gerst syndari, laun syndarinnar er dauði, dauði að eilífu, hans dauði á krossi hefði ekki opnað okkur leið inn í eilífðina sem lausnargjald fyrir okkar mörgu syndir, við værum eilíflega glötuð og ættum enga von. Megi þjóðin eiga von í Jesú Kristi og eilíft líf með honum á himnum þegar við kveðjum þennan táradal sem við lífum í.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.