Örlög fátæklinga í Rúmeníu.

Ferðalagið til Grikklands var ánægjulegt en að samaskapi erfitt . Ekið var til Búkarest og þar dvalið hjá vinafólki og trúsystkinum okkar,  ferðafélagar mínir voru  vinir mínir frá heilsuhælinu í Herghlia þar sem ég dvaldi í febrúarmánuði, þeir Gavriel og bróðir hans Ian .Þessi trúsystkini okkar reka hjálparstarf í Búkarest og aðstoða fátæklinga og aldraða.  Eftir að hafa gist þarna eina nótt var okkur boðið að koma með í heimsókn á elliheimili í útjaðri Búkarest þar sem vistfólkið var háaldrað fólk úr sveitinni. Ég hélt að ég hefði séð eymdina og fátæktina í öllu sínu veldi en þar skjátlaðist mér hrapalega og er ég ekki búinn að ná mér enn eftir þessa heimsókn. Við vorum með matarpakka til hvers vistmanns og byrjuðum á heimsókn til kvennanna. Húsið var hið ömurlegasta enginn dúkur á gólfinu, bara ber steininn og rúmin voru gömul hvítmáluð járnrúm sem öll voru orðinn skellótt þar sem málingin hafði flagnað af og sængurfötin götótt og illa þrifin. Í herberginu voru um 8 konur, rúmunum raðað þannig að rétt var bil á milli til að geta athafnað sig og kyndingin var kolaofn í miðju herberginu. Vistmennirnir lágu flestir í rúmunum kappklæddir með húfur eða klút um höfuðið grindhoraðir og illa útlítandi, lyktin bar þess merki að hreinlætið væri ekki mikið, vistmennirnir önuglega hlandbrunnir með legusár og annað eftir því. Næst heimsóttum við karlana sem voru í öðru húsi ekki langt frá. Ástandið þar var vægast sagt skelfilegt, í tveimur herbergjum sem þeim var ætlað, voru um 20 karlar, 10 í hvoru herbergjanna og eins og hjá konunum var hrúgað inn eins mörgum rúmum og hægt var þannig að rétt mátti smokra sér milli rúma. Ástand karlana var skelfilegt allir illa hirtir horaðir og flestir lágu fyrir í rúmunum undir grútskítugum rúmfötum og kappklæddir eins og konurnar. Er ég gekk inn  í seinna herbergið var eins og ég gengi á vegg liktin var svo skelfileg, taldi ég mig þó vera nokkuð sjóaðan á því sviðinu sem gamall refabóndi til nokkra ára. Ég hrökklaðist því út og settist út í garð þar sem ég gat ekki haldið aftur af tilfinningum mínum  og grét eins og smábarn yfir örlögum þessa fátæka fólks og í gegnum tárin sá ég gamla Dasia druslu koma keyrandi upp að kvennahúsinu með líkkistu og það ekki af dýrustu gerðinni á toppgrindinni, einn vistmaðurinn hafði fengið hvíldina frá þessari skelfilegu veröld þar sem ekki mátti taka myndir, slík er skömm starfsfólksins á þessum stað.  Áframhald verður á ferðalýsingunni í næstu færslu .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann.

Það væri greinilega fín lækning fyrir þá sem enn eru haldnir kommúnisma að senda þá til Rúmeníu í þó ekki væri nema nokkra daga.........

kv og hafðu það fínt.

ss á akureyri

SS (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband