Grikkland. Í fótspor Páls postula.

grikkland 104grikkland 091grikkland 148grikkland 052grikkland 061grikkland 070grikkland 120

Eftir þessa skelfilegu heimsókn á elliheimilið fórum við seint um kvöldið með rútu alla leið til Grikklands og endað í Aþenu. Eftir um klukkutíma keyrslu komum við að landamærum Búlgaríu og eftir vegabréfaskoðun var haldið áfram og það verður að segja að ljótari bæi og borgir hef ég ekki séð enda fátækt enn meiri í Búlgaríu en í Rúmeníu. Það verður þó að segjast að landslag og gróður er fallegri í Búlgaríu, tún og akrar margra kílómetra að lengd og landið ekki eins þéttbyggt og Rúmenía þar sem hús virðast vera út um allt. Einhvertímann um nóttina var stoppað við veitingastað þar sem okkur gafst kostur á að fá okkur að borða eða komast á salernið. Ég var ekki svangur en hugðist notfæra mér salernið sem var í húsi nokkuð frá matsölustaðnum. Fyrir utan dyrnar stóð klósetmeistarinn klæddur leðurjakka sköllóttur og leit út fyrir að geta lyft upp heilu tonni í það minnsta, alla veganna fannst mér hann hefði sómt sér betur fyrir utan einhvern skemmtistaðinn í Reykjavík en fyrir utan þennan skítakamar. Hann tók hlutverk sitt mjög alvarlega og hleypti engum inn í dýrðina nema viðkomandi borgaði einhverja aura í Búlgarskri minnt, annars máttu menn ganga í burtu í hægðum sínum. Ferðafélagi minn gaf mér aura sem gengu í klósetmeistarann og hann réttir mér 4 serjettur,  með þær fer ég inn á salernið sem reyndist vera eitthvað sem líktist sturtubotni með stóru gati í miðjunni og fyrir ofann var míglekur klósetkassi og vatn út um allt, eitthvað hafa undanfarar mínir verið óhitnir á gatið enda sjálfsagt með sjóriðu eftir rútuferðalagið,  alla veganna skrúfaðist einhvernvegin fyrir alla löngun og þörf fyrir að létta á sér og hún kom ekki aftur fyrr en eftir 2 daga í Aþenu. Landslagið og byggingar gjörbreyttist til hins betra er komið var yfir til Grikklands og Aþena hin vinarlegasta borg þó að sumum fyndist kannski göturnar hellst til mjóar . Við áttum góða daga í borgini og tókum okkur góðan tíma til að skoða Akrapollshæðina með öllum sínum byggingum á þessum stað predikaði Páll postuli ( 17 kafli vers 16 til og með 34.vers postulasögunar) . Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þessi stórkostlegu mannvirki voru reyst fyrir meira en 2500 árum og núna í dag þegar menn eru að gera við skemmdirnar þarf ekkert minna en byggingarkrana af öflugustu gerð sem rennur á spori meðfram byggingunni til að geta átt við hinar gríðar stóru marmarablokkir . Það er athyglisvert að skoða þessar stóru og miklu byggingar og hversu menn hafa alltaf verið iðnir við að byggja hof og kirkjur Guðum sínum til dýrðar og hversu mönnum hefur alltaf verið tamt að trúa á einhverja Guði, jafnvel trúin á engan Guð eru trúarbrögð í sjálfu sér. Okkur gafst tækifæri til að predika á hvíldardaginn í Aðventkirkjunni í Aþenu og lofa þann eina sanna Guð sem við setjum allt traust okkar á og hefur blessað okkur á ótal vegu og við bíðum eftir að komi aftur og sæki sína. Núna er ég og ferðafélagar mínir komnir aftur til Rúmeníu , og hér verð ég til loka júní og ef allt gengur eins og hingað til verður heilsa mín allt önnur og betri, andleg og líkamleg og ég einum 50 kg léttari, 30 farin nú þegar en því miður af nógu að taka eftir áratuga svínarí.            

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Sæll jóhann minn, þetta er allveg hrillilegt hvernig komið er fyrir fólkinu og svo erum við hérna heima að barma okkur ég og aðrirð ættum að skammast okkar. Ég held að ég gæti samt ekki farið svona, ég gæti ekki horft upp á þetta með eigin augum, Flott hjá þér að gráta, það er verra að byrgja allt inni, grátur er stekleika merki ekki aumingja merki eins og svo margir feila sig á. Það er gott að heilsan sé skárri og þú sért búin að ná svo frábærum árangri með þyngdina, bara halda því þegar að heim er komið, það gæti reynst erfiðara en þig órar fyrir. guð blessi þig og varðveiti,  saknaðar kveðjur Svala og Hanna Lára.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 14:59

2 identicon

Sæll Jóhann, þakka þér pistlana. Ég fór líka nýlega á Akrópólis og fannst það alveg magnað. Eins fannst mér áhugavert að lesa um þessa sturtubotna sem er mikil áskorun að nota í Rúmeníu!!!!!

Gangi þér vel í heilsueflingunni. Hlakka til að lesa fleiri pistla frá þér

kv. Úlfhildur G.

Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:16

3 identicon

Sæll félagi.

Gaman að sjá hvað þú ert duglegur að blogga:D Ávallt eitthvað nýtt hér inni þegar ég kem. Ég mætti nú alveg taka þig mér til fyrirmyndar, hef sjálfur ekki bloggað neitt... En það verður vonandi breyting á fljótlega. Ég er nýkominn heim frá Flórída. Mér var boðið í viku ferð til Lakeland til að fara á vakningarsamkomur. Það eru búnar að vera stórkostlegar vakningar þarna úti og þær eru farnar að smita út frá sér til annara landa þökk sér Internetinu, það er nefnilega hægt að horfa á allt saman þar líka.

Þessar samkomur eru í umsjá pastors frá Torranto (minnir mig) og hefur Guð blessað hann mikið með lækningargáfu. Hann heitir Todd Bentley og er á að líta nokkurnveginn steríótípa fyrir ameríska mótorhjólatöffarann í leðurjakka og brunandi um á Harley hjóli. Nokkuð vígalegur maður og honum fylgir mikill kaftur og Guð er að nota hann alveg stórkostlega.

Þarna sáum við ótrúlegustu hluti, allt frá því að fólk með bakverki og út í það að vera í hjólastól læknast. T.d. ein kona sem hafði verið með æxli sem hafði gert það að verkum að hún var bundin í hjólastól án nokkurrar tilfinningar í löppunum. Hún var farin að marsera um gólfið þar sem þetta var haldið eins og ekkert hefði amað að henni eftir að hafa tekið þónokkur óstyrk og óörugg skref.

Þú getur horft á samkomurnar á netinu. Slóðin er http://www.god.tv/node/34?quality=Medium&region=USA og útsendingin byrjar kl 23 á íslenskum tíma, svo er þetta e-ð endursýnt yfir daginn

Hlakka til að heyra meira frá þér

Kv, Halldór

Halldór (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:06

4 identicon

Sæll Halldór eftir að hafa farið inn á slóðina sem þú gafst upp og horft á einn þátt hef ég verið hálf miður mín og það sem kom í hugann eru þessi ritningarvers openberunarbók kafli 12 vers 12 og Matteus kafli 24. vers 24. Dæmi hver fyrir sig bara það eitt að Biblían var aldrei opnuð fynnst mér segja heilmikið, ég er líka mjög áhyggjufullur yfir þeim fyrna mætti sem óvinurinn virðist hafa til þess að blekkja og afvegaleiða fólk sem kemur á slíkar samkomur í góðri trú um að það sé að gera rétt, megi Guð hjálpa slíkum. Kveðja Jóhann 

Jóhann Hauksson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband