ÉG VIL, ÉG VIL, ÉG SKAL. HUGLEIÐING FRÁ RÚMENÍU.

Ég vil ég vil, og við steytum ómeðvitað hnefann á móti Guði og segjum ÉG SKAL, síðan förum við okkar fram og brjótum öll siðalögmál og heilsulögmál sem Guð hefur sett okkur okkur til heilla. Við viljum vera frjáls og gera það sem okkur sýnist og við teljum best samkvæmt okkar eigin hyggjuviti. Á meðan horfir Guð áhyggjufullur á hvernig við föllum kylliflöt í hvern drullupollinn á eftir öðrum á leið okkar til þessarar svokölluðu hamingju sem við erum að sækjast eftir í eigin mætti. Við vitum ekki að enginn getur verið frjáls því eðli okkar er illt og við stöndum miklu nær Satan en Guði í eðli okkar og þegar við förum eftir eigin hyggjuviti erum við að þjóna Satan. Við skulum minnast þess að eftir fall mannsins í aldingarðinum Eden breyttist eðli okkar og við urðum ill, frumburður Adam og Evu varð morðingi sem myrti bróðir sinn og þóttist síðan ekkert kannast við verknaðinn. Við sjáum að börnin okkar eru gjörn á að haga sér illa og jafnvel meiða hvort annað og allt okkar uppeldi fer í það að gera þau að góðum og gegnum einstaklingum. Ef við gefum Guði tækifæri á að verða leiðtogi okkar og stjórnanda á hverjum degi þá upplifum við þetta eftirsótta frelsi sem er öllum skilningi æðri. Við bjóðum Jésu inn í líf okkar með bæn og með því að lesa Biblíuna, gerum Jesú að félaga okkar sem við tölum við eins og við tölum við góðan vin, ekki með einhverju orðaskrúði og löngum bænum, heldur einlægu og falslausu tali á hverjum degi, segðu honum langanir okkar, hugsanir, áætlanir og hvaðeina sem fer um hugann. Við verðum að lesa Biblíuna til að kynnast Jesú og sjá galla okkar með hans augum og biðja hann um að breyta okkur eftir hans vilja. Gamall maður lá rúmfastur í mörg ár vegna elli og hörleika en hann átti Jésu sem sinn daglega vin sem hann talaði við allan daginn. þegar gestir litu inn til gamla mannsins sáu þeir tvo stóla við rúmið og aðeins mátti setjast í annan þeirra því gamli maðurinn sagði að Jesú sæti í hinum stólnum. Einn morguninn er litið var inn í herbergið sást að gamli maðurinn hafði einhvertímann um nóttina skriðið úr rúminu og fannst nú látinn faðmandi stólinn að sér. Þessi góði þjónn sefur nú í örmum Krists og bíður þess að hann verði vakinn og gangi inn til hins eilífa fagnaðar sem frelsarinn veitir þeim sem trúa. Hættum að segja ÉG VIL, ÉG VIL, OG ÉG SKAL. OG SEGJUM KOM ÞÚ HERRA, ÞJÓNN ÞINN BÍÐUR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla hjá þér félagi, ég er svo sammála þessu.

Ertu kominn til landsins? Hvernig hefuru það?

Kv. Halldór

Halldór (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband