SIGUR OG SORGIR

Lífið heldur áfram eftir Rúmeníu, en hvað tók við? Ég kom frá Rúmeníu sem sigurvegari uppfullur af  krafti og bjartsýni á framtíðina. Strax og ég kom heim fékk ég vinnu sem bílstjóri hjá SBA Norðurleið. Unnið var um 12 tíma, og eftir erfiðan og erilsaman dag þurfa bílstjórar að þrífa bílana bæði utan og innan, taka olíu og gera bílana tilbúna fyrir næsta dag. Þetta var mjög frábrugðið líf frá því sem ég átti að venjast í skólanum í Rúmeníu og kenndi mér hversu fólk getur verið þreytt og útbrunnið eftir erfiðan dag í vinnunni, og ekki með hugann við Guð og íhugun að kvöldi, en þannig var hverjum degi lokið í skólanum og nýjum fagnað að morgni. Það verður að segjast að núna þegar þessari vinnu er lokið hjá SBA, en um sumarvinnu var að ræða hef ég tíma til að hugsa og skoða mína stöðu. Mér fynnst ég hafa farið frá því að upplifa mig sem sigurvegara yfir í það að hafa tapað. Mér finnst ég hafa misst hið nána samband við Guð sem ég hafði meðan á dvöl minni stóð í Rúmeníu. Það kennir mér hversu mikilvægt er að byrja hvern dag með hugleiðingu og bæn, og einnig er deginum lýkur, einnig er ég enn í sorg eftir að hafa kvatt skólann og vini mína, sem ég kem ekki til með að sjá aftur í þessu lífi, það var mun erfiðara en ég gerði ráð fyrir og gróa þau sár seint eða aldrei. En lífið heldur áfram og ég eins og aðrir verð að hafa vinnu.  Ég hef því þurft að fara aftur af stað. Það verður að segjast að ekki er gott að fá vinnu fyrir mann eins og mig með skerta getu til að vinna við hvað sem er. Til að falla ekki í algera sjálfsvorkunn og eimd, sem var farin að heltaka mig ,fór ég til Reykjavíkur því enga vinnu var að hafa á Akureyri. þar  fékk ég vinnu sem afleysingarleigubílstjóri og hefur það gefið mér aukið sjálfálit að finna að ég ræð við þetta starf, og bara það að hafa eitthvað að gera og upplifa sig aftur sem nýtan þjóðfélagsþegn. Ég vona samt að úr fari að rætast og ég fái fasta vinnu á Akureyri þar sem fjölskyldan mín er. Eitt áfallið heltist yfir mig eftir að sumarvinnunni lauk . Ég var vanur að heimsækja fangelsið á Akureyri á Laugardögum á milli klukkan 16 til 17 og var það afskaplega gefandi fyrir mig að  koma þangað og tala við fangana, og boða trúna, en eftir einar 10 heimsóknir mínar fannst þeim tíma sínum betur varið í eitthvað annað, og óskuðu ekki eftir þessari þjónustu minni lengur. Það er sárt að fá slíka höfnun eftir að hafa talið sig hafa fengið köllun frá Guði til að sinna þessari þjónustu og var meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Rúmeníu í trúboðsskólann, en ég vildi vera hæfari til að sinna þessu kalli Drottins. Mér þykir  afskaplega vænt um þessa ólánsömu bræður sem þurfa að vera í fangelsi, aðskildir frá þjóðfélaginu og vinum. Ég óska þess að dvöl þeirra þar  verði til þess að þeir komi út  sem nýjir einstaklingar sem tekst að lifa lífinu frjálsir og hamingjusamir. Við verðum að hafa það í huga að með fangelsisvist og sektum getum við borgað skuld okkar við þjóðfélagið,  en skuld okkar við Guð getur enginn greitt nema Jesú Kristur þegar við leitum hans og biðjumst  fyrirgefningar og yrðumst  synda okkar, hljótum við að launum eilíft líf hjá Guði þar sem enginn aðskilnaður og sorgir verða til, þar sem fjölskyldur og vinir meiga lifa heilbrigðir og glaðir í faðmi Drottins um alla tíð. Megi við öll iðrast og fá fyrirgefningu Drottins og verða hæf til að ganga inn til eilífs fagnaðar hjá Guði, megum við líta á lífið hérna á jörðinni sem dvöl að heiman og hlakka til að komast heim.                             

Rúmenía Kaupmannah og Ísland 010Rúmenía Kaupmannah og Ísland 069Rúmenía Kaupmannah og Ísland 018Rúmenía Kaupmannah og Ísland 068Rúmenía Kaupmannah og Ísland 006Rúmenía Kaupmannah og Ísland 075Rúmenía Kaupmannah og Ísland 001Rúmenía og ísland 011Sérleifisbílar Akureyrar 002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann og takk kærlega fyrir símtalið áðan.

Maður þekkir það hversu erfitt það getur verið að fara burt frá góðu fólki sem maður hefur kynnst, (t.d. fyrir mig að fara frá Akureyri og öllu því frábæra fólki sem ég kynntist þar) en það er jafnframt gott að hugsa til þess að þó maður hitti kannski ekki alla aftur í þessu lífi að þá á maður von á að hitta það aftur í því næsta og verja eylífinni með þeim og Guði

Ég bið þess að Guð gefi þér nýja vinnu og þá helst þá sem þú getur notað þekkingu þína hvað trúna varðar, því það er dýrmæt þekking sem þú býrð yfir. Ég vænti þess einnig að Guð svari þeim bænum sem fyrst og lofa hann fyrir það.

Mundu að þó svo að eimd og vonleysi grípi mann stundum að þá er Guð alltaf nærri, tilbúinn að gera kraftaverk í lífi manns, eins og hann gerði fyrir Pál og Sílas eftir að þeim hafi verið varpað í fangelsi. Þeir báðust fyrir og lofsungu Guði þrátt fyrir að vera fjötraðir í fangelsinu. Það eru bara við mennirnir sem getum komið í veg fyrir að Guð blessi okkur.

Við skulum vænta bænasvars og þakka Guði fyrir að hann heyrir bænir okkar. Guð veri með þér elsku bróðir, hafðu það gott. Bið að heilsa öllum.

Kv. Halldór

Halldór Benjamín Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband