Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
21.3.2017 | 19:00
Framtíðin
Fyrir einum 12 árum fékk ég sýn inn í framtíðina. Mér var sýnt að við mindum taka upp flestar reglur Efrópusambandsins án þess að ganga í sambandið. Við mindum ná langt í hátækni. Að síðustu mindum við binda krónuna við Kanadískann Dollar. Núna hefur allt gengið upp nema tengingin við Kanadíska Dollarinn, þar verður krónan tengd við Dollarinn og sú ákvörðin tekin af Seðlabanka 'Islands.
Trúmál og siðferði | Breytt 25.7.2017 kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2017 | 19:11
Sýnir
Fyrir ári síðan fékk ég nætursýnir, ekki eina heldur fjórar. 'Eg sit í gluggakistu gríðarstórar byggingar og horfi inn. Fyrir innan sé ég langar raðir af borðum með hvítum borðdúkum og prúðbúið fólk í þúsundatali sitjandi við borðin , ég segi, hvað er verið að sýna mér? Um leið er mér svarað af engli þetta eru þeir sem hafa látið lífið fyrir trú sína á Jesú Kristi og eru nú að taka þátt í hinni dýrlegu veislu lambsinns, ég lít niður á föt mín og sé að þaug eru skítug og ljót föt sindaranns. 'I næstu sýn er ég kominn inn í þessa stóru byggingu. Mér var ekki sýnt hvernig byggingin liti út að innan heldur var allt svart og mikill fólksfjöldi inni sem þrengdi að mér á alla vegu sem svartir skuggar. Líða mín var ólýsanleg, ég var í alsælu og fannst vera kominn til himnaríkis. 'Eg fann hvergi til og fannst ég vera fullur af lífi og orku ( ég er 64 ára öryrki með allskonar kröm eftir veikindi og slis ). Fljótlega sé ég dóttur mína koma til mín sem einn skuggana en get þó greint andlitsfallið, ég spyr hana hvar eru hin? Þarna á ég við hin börnin, barnabörn, eiginkona, vinir og ættingar.En við eigum 4 börn og 3 barnabörn. Hún savarar mér og segist ekki hafa fundið þaug. Þarna fæ ég einhverjar þá verstu frétt sem hægt er að hugsa sér allir glataðir og verða mér ekki til gleði eða endurfunda á himnum. Þarna kom merking þessar sýnar,gleðin og alsælan var reynd frammi fyrir þessum hræðilegu fréttum og þar sem fréttin hafi engin áhrif á gleði mína eða alsælu var mér sýnt að á himnum getur ekkert spillt þessari tilfynningu, á sama tíma leit ég niður og sá að ég var klæddur í hin skínandi hvíta réttlætiskirtil Jesú Krists. 'I næstu sýn sá ég musteri stórt og mikið eins og stendur á Akrapólishæð í Aþenu. Musterið vað alelda og stóð eldurinn hátt upp í loftið en það var líka annarskonar eldur og sá flæddi eins og djúp á út og niður þrepin úr musterinu. 'Ut úr þessu eldhafi sá ég koma fljúgandi faró standi á tveggjahjóla vagni og tveir hestar drógu vagninn og allt alelda og ógleimanlegur kvalarsvipurinn á faró og hestum er eldurinn vann á þeim er hann flaug yfir höði mínu til vinstri og leystist upp.'A eftir komu síðan líkneski í líkingu karla og kvenna og á sama hátt logandi og flugu yfir höfuð mitt og hurfu til hægri og leystust upp. Aftur spyr ég hvað er verið að sýna mér. Þá er sagt við mig og hef ég það orðrétt eftir þessum engli. Þetta eru andar þeirra líkneskja sem fólk hefur gefið anda sinn með tilbeyðslu sinni. Síðasta sýnin. 'Eg er kominn inn í musterið eftir að eldurinn hefur unnið sitt verk. þarna stóð faróinn á vagninum með hestana og öll þaug líkneski sem ég sá koma fljúgandi út úr eldinum nú köld og líflaus.
Trúmál og siðferði | Breytt 25.7.2017 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2015 | 21:43
Himnaríki
MIG DREIMDI DRAUM ÞAR SEM ÉG SAT Í GLUGGAKISTU STÓRRAR BYGGINGAR OG HORFÐI INN. FYRIR INNAR VORU ÞÚSUNDIR OG AFTUR ÞÚSUNDIR AF PRÚÐBÚNU FÓLKI SEM VAR AÐ TAKA ÞÁTT Í DÍRLEGRI VEISLU. ÞEGAR ÉG SPURÐI HVERJIR ÞETTA VÆRU ÞÁ VAR MÉR SAGT AÐ ÞETTA VÆRU ÞEIR SEM HEFÐU GEFIÐ LÍF SITT FYRIR TRÚ SÍNA Á JESÚ KRISTI. ÉG LEIT Á FÖT MÍN OG SÁ AÐ ÉG VAR Í ÓHREINUM OG SLITNUM FÖTUM OG EKKI EINS OG HIÐ PRÚÐBÚNA FÓLK. NÆST SKYNJA ÉG AÐ FÖT MÍN ERU HVÍT OG SKÍNANDI OG ÉG ER KOMINN INN Í ÞETTA STÓRA HÚS.ÉG MÆTI ÞAR DÓTTUR MINNI OG SPYR HANA , HVAR ERU HIN? OG ÁTTI ÞÁ VIÐ ÞÁ HINA ÚR FJÖLSKYLDUNI, SVARIÐ SEM ÉG FÉKK VAR: ÉG HEF EKKI FUNDIÐ ÞAUG: þARNA HEFÐI ÉG ÁTT AÐ FYLLAST HRIGGÐ OG ÓMÆLDUM SÖKNUÐI EN SLÍKAR TILFYNNINGAR KOMU EKKI UPP Í HUGA MINN SLÍK VAR HAMINGJAN OG VELLIÐANIN Í HIMNARÍKI. ÞARNA VAR GUÐ AÐ SÝNA MÉR AÐ EKKERT NEMA GLEÐI OG VELLÍÐAN ÞRÍFST Á ÞESSUM STAÐ.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 09:53
Vanhæf ríkisstjórn!
19.9.2009 | 10:11
Afleiðing Guðleysis
Við setningu alþingis taldi einn stjórnmálaflokkur sig eiga betur heima undir predikun siðmenntar en predikun í Dómkirkjunni, þessi stjórnmálaflokkur kallaði sig Borgaraflokkurinn og beint afsprengi búsáhalda biltingunar og þar með vera rödd fólksins í landinu sem hrópað " vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn". Þessi flokkur sem taldi sig vera kominn til að leysa hina " vanhæfu ríkisstjórn af hólmi " byrjaði sitt starf við setningu Alþingis með gjörðum sínum að lýsa aðra stjórn vanhæfa, stjórn Guðs. Hvernig er staðan í dag hjá þessum flokki? Því er fljótsvarað eftir nokkra mánuði á þingi er hann liðinn undir lok og fólk sem kaus Borgaraflokkinn situr eftir með brostnar vonir og finnst það hafa kastað atkvæði sínu á glæ. Hver er staðan í dag: Við erum skuldug upp yfir haus og viljum meiri og meiri lán, við erum búinn að glata sjálfstæði okkar og dönsum eftir vilja landsstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fær okkur til að gera allt þveröfugt við það sem okkar ágætu hagfræðingar segja og atvinnulífið fer fram á að við gerum. Í dag er sá dagur sem Biblían nefnir hvíldardagur, dagur sem á að halda hátíðlegan, sjöundi dagur vikunnar Laugardagur samkvæmt 4. boðorðinu. Guðleysi þjóðarinnar hefur brenglað þennan dag og fært hann yfir á Sunnudaginn, Sólardaginn sem var haldin hátíðlegur í heiðnum sið til að dýrka sólguðinn hinn forna. Í dag segja prestar að það sé í lagi að halda hvaða dag sem er hvíldardag, en Jesú hefur helgað og blessað hvíldardaginn og segist vera herra hvíldardagsins sem er Laugardagur, ekki sunnudagur mánudagur eða hver annar dagur vikunnar. Hvað hefði gerst hefði Jesú haldið sunnudaginn hátíðlegan eins og gert er í dag? Því er fljót svarað, Jesú lægi enn dáinn í gröfinni og ætti engrar upprisu von, hann og við værum eilíflega glötuð í dauðanum. Jesú hefði gerst syndari, laun syndarinnar er dauði, dauði að eilífu, hans dauði á krossi hefði ekki opnað okkur leið inn í eilífðina sem lausnargjald fyrir okkar mörgu syndir, við værum eilíflega glötuð og ættum enga von. Megi þjóðin eiga von í Jesú Kristi og eilíft líf með honum á himnum þegar við kveðjum þennan táradal sem við lífum í.
3.7.2009 | 12:55
VERÐUR DÓMKIRKJAN AÐ MOSKU???
15.5.2009 | 21:33
Setning alþingis
3.12.2008 | 22:17
ER JÓLASVEININN ANTIKRISTUR JÓLANNA?
Við þurfum að skilgreina orðið antikristur, það er sá sem tekur sér stöðu Krists og fær hans tilbeiðslu. Þegar líða fer að jólum fer að bera mikið á Jóasveininum og jólatrénu. Verslunarmiðstöðvar keppast við það erlendis að hafa jólasvein á áberandi stað hampandi börnum og taka niður óskir þeirra um jólagjafir sem hann svo lofar að koma með ef börnin verða þæg og góð. Þetta er sérlega áberandi erlendis en hugsunin er sú sama hér heima.
Jólin eru sögð fæðingarhátíð Jesú Krists frelsara mannanna og jólaljósin eiga að minna okkur á að Jesú er ljós heimsins; jóh 8:12 Nú talar Jesú aftur til þeirra og sagði:,,Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins." Tengjum við jólaljósin þessum orðum?
Tengjum við Jólin við þá stærstu gjöf sem okkur hefur verð gefin en svo allt of fáir þiggja? Jóh 5:20 Því svo elskaði Guð heiminn að hann GAF son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Hversu margir muna eftir þessari gjöf á jólunum?
Okkur er innprentað í barnæsku að Jólasveininn komi með gjafirnar á jólunum og hann því persónugerfingur alls hins góða og göfuga er tengist jólahátíðinni.
Hugsum okkur að við séum á gangi í einhverri kringlunni um jólin og sjáum einhvern í gervi Jesú Krists sitja í sæti jólasveinsins með börn í fanginu, þeim af okkur sem Jes elskar mest. Matt 19:14. Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er himnaríki.
Hvernig myndum við bregðast við slíkri sjón? Mörgum fyndist hún ekki eiga heima í þessu musteri Mammons.
Leiðum hugan að því hversu jólin eru komin langt frá Kristi og farin að líkjast þeirri heiðnu hátíð sem þau voru, en allt aftur til daga Babýlons og Babelsturnsins hafa verið haldin jól með jólatré, skrauti og gjöfum og á nákvæmlega sama tíma eða 25. desember sem var fæðingardagur Tammuz öðru nafni sólguðinn Bal sem við lesum um í gamla testamentinu.
Höldum þessi jól til dýrðar Jesú Krists og alveg sérstaklega núna á þessum tíma þegar traust á jarðneskan auð og öryggi hefur beðið algjört skipbrot. Munum eftir okkar minnstu bræðrum og systrum á þessum erfiðu tímum og minnumst orða Krists í Matt 25:40 Allt sem þér gerið einum minna minnstu bræðra, það hafið þið gert mér.
Gefum Guði dýrðina en ekki Jólasveininum og allt sem hann stendur fyrir. Megi þessi texti úr jólasálminum sem sunginn er á hverjum jólum eiga við heimili okkar: Hvert fátækt hreysi höll nú er því Guð er sjálfur gestur hér.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 15:29
ERUM VIÐ Á LEIÐ Í BYLTINGU?
Ég verð að svara spurningum sem hafa vaknað í sambandi við fyrri skrif mín þar sem mönnum gæti fundist ég vera að vega að ákveðnum hóp manna.
Ef ég hef sært einhvern þá biðst ég fyrirgefningar. það sem ég vill segja að það er vilji minn að samkynhneigðir hafi öll þau sömu réttindi og þeir sem eru í hjónabandi eða staðfestri sambúð. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að samkynhneigð er synd í augum Guðs en synd er allt sem er í andstöðu við vilja þess Guðs sem skapaði okkur og vill allt það besta okkur til handa.
Allir erum við syndarar og skortum Guðs dýrð. Í augum Guðs er ekki til nein stór synd eða lítil synd, synd er alltaf synd og hinir samkynhneigðu ekki meiri syndarar en aðrir og Guð elskar þá jafn mikið og aðra hann fer ekki í manngreiningarálit. Það sem ég vildi koma að er það fráhvarf sem á sér stað frá vilja Guðs þegar við í þessum svokallaða kærleika og umburðarlindi köllum syndina einhverju öðru nafni en hún er og hefjum hana til skýana sem eitthvað eftirsóknarvert og eðlilegt, við teljum okkur vita betur en Guð og vera kærleiksríkari en hann. Hér eru nokkrar syndir sem hægt er að segja að heimurinn sé farinn að líta á sem eðlilega hluti, stela, ljúga, svíkja svo nokkuð sé nefnt og vegna alls þessa má segja að heimurinn sé eins og hann er í dag. Satan er að telja okkur trú um, eins og alltaf að svart sé hvítt og hvítt sé svart og fá okkur til að trúa lyginni frekar en sannleikanum.
Í eðli okkar erum við grimm og getum við skoðað ástandið í Þýskalandi á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Það setur að mér hroll að hugsa til þess að við sem teljum okkur vera sæmilega upplýstar og siðaðar manneskjur getum orðið að grimmustu föntum við réttar aðstæður, og samt talið að við séum að gera rétt og að tilgangurinn helgi meðalið. Ég get ekki trúað því að allir þeir böðlar sem komu í ljós í seinni heimstyrjöldinni hafi verið fæddir sem slíkir. Ég freistast til að trúa því að þeir hafi verið menn og konur eins og ég og þú, og sú hugsun hryllir mig.
Eigum við eftir að sjá grimmd okkar koma betur í ljós núna á þessum tíma sem er upprunninn? Allt bendir til þess að ástandið eigi bara eftir að versna, mótmælin eftir að aukast, kreppan eftir að dýpka, grimmdin eftir að aukast.
Megi algóður Guð hjálpa okkur og við hafa vit á að leita hans.
Trúmál og siðferði | Breytt 21.11.2008 kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 01:54
ERU SIÐAPOSTULAR KÆRLEIKSLAUSIR KREDDUKARLAR?
Sumir hafa verið upphrópaðir sem kærleikslausir siðapostular og kreddukarlar.
Skoðum þetta nánar, hvernig er kærleikur heimsins? Getur verið að hann sé afskiptaleysi og svokallað umburðarlindi? Ég held að við verðum að svara þessu játandi. Umburðarlyndi heimsins hefur orðið til þess að siðferðisstaðlar hafa lækkað.Nú þykir það ekki orðið neitt mál þó að unglingar fari að prófa sig áfram í kynlífi innan við fermingu, fóstureyðingar eru nánast ornar eins og eftirá getnaðarvörn, jafnvel er fólki ráðlagt að nota það úrræði ef börnin eru orðin þrjú og hið fjórða kallar á stærri bíl en staðalbíllinn sem er fyrir fimm.Kirkjan gengur fram og ákveður á kirkjuþingum nýjar reglur og skoðanir sem ganga þvert á orð Guðs og þar með eru ákvarðanir manna settar ofar vilja Guðs eins og hann kemur fram í Biblíunni.Allt er þetta gert í þessu svo kallaða umburðarlindi heimsins sem er túlkað sem kærleikur.Myndi kærleiksríkt foreldri horfa á barnið sitt leika sér að flugbeittum hníf, og segja með sjálfu sér; æ greyið hann verður að fá að skera sig til að hann læri að passa sig á hnífum;
Meira en tíundi hver Íslendingur fylgist af áhuga og hrifningu með hinni svo kölluðu gleðigöngu niður Laugarveginn á hverju ári og fer sá hópur stækkandi sem hrífst með.Núna á einhverjum erfiðustu tímum sem þessi kynslóð hefur upplifað þegar fjárhagur þjóðarinnar er komið á það stig að við erum eiginlega búinn að missa sjálfstæðið, fólk missir vinnuna, sparnað sinn hús og bíla og hjónabönd bresta þá rís upp maður úr hópi þess fólks er gengur gleðigöngur á hverju ári og lýðurinn hillir, skipuleggur mótmæla og samstöðufundi og kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar.
Þjóðin á ekkert betra skilið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)