Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
11.4.2008 | 09:23
Sagan um húsið.
Um daginn gerðist svolítið einkennilegt sem sýnir hversu menn geta orðið sturlaðir af hinum efnislegu gæðum. þannig var að ég og trúboðsfélagi minn Bogdan heimsóttum gömul hjón sem vildu lesa með okkur Biblíuna. Eftir að hafa boðið okkur inn og við vorum sest niður og byrjaðir að ræða við hjónin heyrist eins og sprenging og er við litum út sjáum við skóna okkar fljúga eins og svartir hrafnar lengst út á götu og inn kemur maður algerlega sturlaður af bræði. Þó að ég skildi ekki hvað hann sagði þá sá ég á látbragði hanns að hann vildi okkur út og það á stundinni , ekki nóg með það, heldur tók hann upp grjót sem hann gerði sig líklegan til að berja okkur með eða henda í okkur. Við þessar aðstæður var ekki um annað að ræða en kveðja með skyndingu því maðurinn var til alls líklegur . Tveim dögum seinna fórum við aftur til hjónanna og fengum þá skíringu á hegðun mannsins sem reyndist vera bróðir konunnar. Þannig er að hjónin eru barnlaus og eiga húsið sem þau búa í . þessi bróðir passar upp á að eingin komi í heimsókn eða sýni hjónunum vináttu af ótta við að þau erfi viðkomanda að húsinu, eru þau því í einskonar stofufangelsi, og bróðirinn bíður eins og hrægammur eftir því að hjónin andist til að hljóta húsið í arf. þannig getur ómerkilegur húskofi sem varla er mannabústaður orðið fangelsi íbúana.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2008 | 10:15
Haldið út á akurinn
Trúmál og siðferði | Breytt 25.3.2008 kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2008 | 14:57
Kominn í skólann
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2008 | 17:00
KAFLASKIL
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 10:54
Merki dýrsins
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 17:49
Höfum við farið á mis við eitthvað?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 16:54
Þjóð í bata
Trúmál og siðferði | Breytt 9.2.2008 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2008 | 12:30
Að fara um 50 ár aftur í tímann
Hérna í Rúmeníu er mikið um andstæður. Fólkið í sveitunum býr margt í húsakinnum sem ég myndi ekki nota til að geima í hjólbörur hvað þá meira , það er að segja ef ég ætti slíkan grip. Talsvert er um hestakerrur hérna sem menn nota bæði til að ferðast í og til flutninga, og undirvagninn eitthvað dót úr gömlum bílum. Þessi farartæki eru sérlega hættuleg eftir að fer að dimma því ljósabúnaðurinn hefur ekki verið hirtur úr bílhærunum þegar gripurinn var smíðaður og menn því stundum keyrt á fullri ferð inn í heisátur á ferðalagi í þessum kostagripum. Það vill svo til hérna að ég er eini sjúklingurinn á heilsuhælinu en vegna breytinga og lagfæringar er það lokað og opnar ekki fyrr en um 17 þessa mánaðar. 'Eg er því í húsi sem er í um 200 m fjarlægð frá hælinu og hef það aldeilis fínt, maturinn fluttur til mín úr eldhúsi hælisins þar sem sérstakur kokkur hefur verið ráðinn til að sjá um mig og siðan hef ég eynka nuddara sem nuddar mig og teygir í 2 tíma á morgnana og fer með mig í göngutúra eftir matinn. Það er að segja af þessum góða manni sem er Aðventisti eins og allir hérna að faðir hans sem er lika Aðventisti er orðinn útslitinn og hálf blindur langt fyrir aldur fram. Hann starfaði í banka á komunistatímanum en vegna þess að hann vildi ekki vinna á laugardögum sem er hvíldardagur okkar Aðventista var einhver sem klagaði hann til flokksins sem brást skjótt við og rak hann með fjölskyldu sinni í útlegð í einhvern útnára þar sem honum var þrælkað út með erfiðisvinnu.Hérna koma nokkrar myndir og þar á meðal ein af Gabríel sem fer með mig í göngutúra og nuddar mig á morgnana.
3.2.2008 | 15:08
Komið á leiðarenda.
Trúmál og siðferði | Breytt 14.2.2008 kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2008 | 14:41
Sálardrepandi viðskiftahættir
Við hjónin erum nýkomin heim frá Grand Canary þar sem við áttum yndislega tveggja vikna dvöl í sól og góðu veðri alla daga, hita um 24 gráður og hafgola var ríkjandi alla daga. Þarna eru matsölustaðir með matseðil á íslensku og góðann mat á hóflegu verði. Eitt er þó mjög varasamt á þessum slóðum, það eru kaupmenn sem hafa frjálsa álagningu á vörum sínum og reyna með öllum ráðum að plata og einhvernvegin svindla á viðskiptavininum. Að nota greiðslukort í slíkum verslunum er mjög varasamt og dæmi um að einu núlli hafi verið bætt við upphæðina. Þessa kaupmenn má þekkja á því að þeir reyna að draga viðskiptavininn inn í verslanir sínar með fagurgala og sögum af Jónum og Gunnum sem þeir segjast þekkja persónulega heima á Íslandi og vegna góðar reynslu af Íslendingum þá bjóða þeir góðan afslátt um 15%. Ef varan er áhugaverð þarf að prútta og er raunverð oft um þriðjungur af uppsettu verði. Þeir sem selja myndavélar og annað slíkt eru sérlega hættulegir og reina að selja merki sem heita til dæmis ybersonykam og álíka þar sem hvergi sést hvar varan er framleidd og vélar sem sagðar vera 12 megapix eru ekki nema kannski 1,2 megapix og ónýt vara. Að mínu áliti eru slíkir viðskiptahættir sálardrepandi og hljóta að gera sölumennina samviskulausa með tímanum, vonandi fáum við aldrei að sjá slíka framkomu hérna heima gagnvart þeim sem heimsækja landið okkar.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)