Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Sagan um húsið.

endurskýrn 020 endurskýrn 019 endurskýrn 013Um daginn gerðist svolítið einkennilegt sem sýnir hversu menn geta orðið sturlaðir af hinum efnislegu gæðum. þannig var að ég og trúboðsfélagi minn Bogdan heimsóttum gömul hjón sem vildu lesa með okkur Biblíuna. Eftir að hafa boðið okkur inn og við vorum sest niður og byrjaðir að ræða við hjónin heyrist eins og sprenging og er við litum út sjáum við skóna okkar fljúga eins og svartir hrafnar lengst út á götu og inn kemur maður algerlega sturlaður af bræði.  Þó að ég skildi ekki hvað hann sagði þá sá ég á látbragði hanns að hann vildi okkur út og það  á stundinni , ekki nóg með það, heldur tók hann upp grjót sem hann gerði sig líklegan til að berja okkur með eða henda í okkur. Við þessar aðstæður var ekki um annað að ræða en kveðja með skyndingu því maðurinn var til alls líklegur . Tveim dögum seinna fórum við aftur til hjónanna og fengum þá skíringu á hegðun mannsins sem reyndist vera bróðir konunnar. Þannig er að  hjónin eru barnlaus og eiga húsið sem þau búa í . þessi bróðir passar upp á að eingin komi í heimsókn eða sýni hjónunum vináttu af ótta við að þau erfi viðkomanda að húsinu, eru þau því í einskonar stofufangelsi, og bróðirinn bíður eins og hrægammur eftir því að hjónin andist til að hljóta húsið í arf. þannig getur ómerkilegur húskofi sem varla er mannabústaður orðið fangelsi íbúana.


Haldið út á akurinn

skýrn 058Fyrir viku síðan fórum við nemendur skólans og gengum í hús boðandi trúna. Okkur var misjafnlega tekið en samt voru nokkrir sem þáðu Biblíufræðslu og núna í dag sem er páskadagur heima eru um 20 einstaklingar sem fá fræðslu. Hérna er ýmislegt öðruvísi en heima. Páskarnir til dæmis ekki fyrr en í næsta mánuði, enda flest allir í Réttrúnaðarkirkjunni. Við hliðina á skólanum er sjúkrahús og ekki óalgengt að sjá sjúklinga á labbi í röndóttum náttfötum og flókainniskóm á leiðinni á pöbbinn að fá sér einn kaldann fyrir stofugang á morgnana. Sjúkrahúsin eru sagðar hinar verstu dauðagildrur hérna í Rúmeníu, þarf að múta læknum og hjúkrunarfólki til að sinna sjúklingum og því margir efnalitlir sem deyja drottni sínum án aðhlynningar. Vonandi verður ástandið aldrei þannig heima.

Kominn í skólann

skólinn 019skólinn 006skólinn 015skólinn 013Kominn i skólann og er hann í húsnæði sem verður í framtíðinni heilsuhæli og er hér því um samtímalausn að ræða. Nemendur eru 13 og komum við frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Brasilíu og síðan ég frá Íslandi eini nemandinn og langelstur en hinir eru um 20 til 25 ára gamlir hressir og skemmtilegir krakkar. Skólinn er í þorpi sem heitir Brisko og er í um 25 km fjarlægð frá borgini Buso. Dagurinn byrjar kl 0530 hjá þeim sem eru á eldhúsvaktinni en kl 07,30 hjá hinum og þá með morgunsamverustund þar sem er sungið beðið og lesið upp úr Biblíunni. Morgunmatur kl 08 sem hefst með bæn og svo kennsla kl 09 og er kennt í 45 mín. í einu og hver tími innleiddur með bæn og endaður með bæn. Kennslan er siðan á enda kl 1245 og matur kl 13 og hefst með borðbæn. kl 15 er vinnuskylda þar sem nemendur eru að þrífa og ýmislegt annað sem tilheyrir rekstri skólans. Ég hef það hlutverk meðal annars að vera bílstjóri og hundahirðir en hér eru tveir hundar sem gæta lóðarinnar og láta ansi hátt á kvöldin þegar þeim finnst einhverjir ætla að koma óboðnir inn á lóðina. KL 17 er smá pása og síðan kvöldmatur kl 18 sem hefst með borðbæn eins og aðrir matmálstímar. Kl 19,30 er svo kvöldsamkoma með söng upplestri og bænum. kl 21 eiga allir að vera komnir í háttinn og sofnaðir kl 22. Það eru mikil forréttindi að fá að vera hér meðal kristinna og góðra manna og kvenna sem hafa heitið því að gerast trúboðar og breiða út trúna og eru dagarnir fljótir að líða.

KAFLASKIL

Þá er komið að kaflaskilum, ég búinn að ljúka dvölinni á Herghlia og kominn á nýjan stað sem heitir Hagota en hann er í um fjögra tíma keyrslu frá Herghlia og er þá ekið í austur og upp í fjöllin sem eru ævintýralega falleg með grenitré alveg upp á fjallstopp. Vegurinn er líka ævintýralegur og alla fjóra tímana var ég að reina að muna hvar ég hafi keyrt  eftir jafn slæmum vegi heima á Íslandi og gat ég ekki rifjað það upp en hann var vondur og fór versnandi, hraðinn frá um 10 km og þegar best lét um 60 km á klukkustund, átti vegurinn þó að heita malbikaður en var ekkert nema þvottabretti og djúpar holur sem ég var orðinn nokkuð lunkinn að sveigja framhjá áður en komið var á leiðarenda. Hagota er nafnið á litlu þorpi uppi í fjöllunum og mjög afskert, húsin eru flest mjög léleg nema það hús sem ég dvelst í og annað hús tilheyrandi trúboðsskólanum þar sem ég dvelst ásamt trúsystkinum mínum þeim Irenu og Radúl en þaug eru kennarar hérna. Sagan er að endurtaka sig frá því ég var eini sjúklingurinn á Hergihlia og núna er ég eini nemandinn í skólanum hérna í Hagota. Dvölin hérna verður samt ekki löng þar sem ég fer líklega eftir tvo daga héðan til smábæjar sem er nokkuð fyrir sunnan Búkarest en þar byrjar hin eiginlega kennsla í nýjum skóla sem gert er ráð fyrir að hefji starfsemi í næsta mánuði. Við Radul förum á sitthvorum bílnum sem eru smárútur sem skólinn festi kaup á í Þrískalandi og við erum að ferja frá Hergihlia. Það er að segja af þessum trúboðsskóla að Hann er í eigu og rekstri þeirra Kristjáns og Unnar aldraðra heiðurshjóna heima á íslandi en þaug eiga bæði skólann hérna í Hagota og svo þennan sem förinni er heitið til. Dvölin er að kostnaðarlausu fyrir nemendur og allur kostnaður greiddur af Kristjáni og Unni og eiga þaug mikinn heiður skilið fyrir þetta framtak til eflingar útbreiðslu boðskapar Jesú Krists og Sjöundadags Aðventista. Kjör fólks hérna í Rúmeníu eru mjög mismunandi og flestir ekki með hærri laun en sem nemur um 200 evrum á mánuði, aldraðir og aðrir sem minna meiga sín með enn minna. ‚Á leiðinni hingað sá ég til dæmis gamla konu vera á hnjánum að þvo þvottinn sinn í sprænu frá snjóskafli  og var vatnið ekkert sérlega hreint og hitastigið ekki fyrir gamlar og vinnulúnar hendur. Hérna er mikið um hunda eins og annarstaðar í Rúmeníu og eru þeir tjóðraðir við hundakofann og standa vörð um eigur húsbóndans. Það leiðinlega atvik henti þegar við Gabriel sem var sjúkraþjálfarinn minn á Herghilia vorum að koma úr bæjarferð að við keyrðum á hund sem síðan skutlaðist upp á gangstéttina steindauður enda ekið greitt eins og allir gera hérna. Tveimur dögum seinna var hundurinn enn á gangstéttinni stirðnaður með lappirnar út í loftið, viku seinna var ekkert eftir af hundinum nema hausinn og skinnið einhverjir aðrir hundar höfðu étið hræið þar sem það lá á gangstéttinni í þorpinu.  

Merki dýrsins

006Opinberunarbókin 13. v.16 og 17. Og dýrið lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka, og frjálsa og ófrjálsa setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar að enginn geti keypt eða selt nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess. Fyrir þá sem ekki vita hvað dýrið merkir þá er það útskýrt til dæmis í kafla 19, v 19 og kafla 20, v.2  þar er dýrið kallað dreki höggormur djöfull og Satan. Afhverju er ég að fjalla um þetta? Í fréttunum hérna í Rúmeníu var verið að segja frá því að í næsta mánuði ætta að fara af stað aðgerð þar sem örflögu væri skotið undir húð á enni eða hægri hendi fólks til að hægt væri að skanna viðkomandi og því ekki not fyrir Visakort eða persónuskírlíki. Talað er um að þetta byrji núna í næsta mánuði á Spáni og síðan í öðrum löndum. 'Eg vona að hér sé um einhvern misskilning að ræða og enn sé einhver tími til stefnu til að vinna sálir á band Jesú Krist því þeir sem hafa tekið á móti merkinu eru ekki í góðum málum við endurkomu Jesú sem er alveg á næsta leiti sé þessi frétt sönn.

Höfum við farið á mis við eitthvað?

027030029019Gærdagurinn var bjartur og fagur þó að hitinn mætti vera meiri eða um ein gráða þannig að kuldinn sagði til sín þegar gengið var inn í skóginn úr sólskininu. Ekki hafði ég gengið lengi þegar heyrðist í hestvagni sem kom skröltandi. Fylgdarmaður minn Gabríel kallaði á ekilinn og fékk hann til að stoppa og leifa mér að prófa að sitja í ellkilssætinu sem var búinn að vera draumur minn jafnvel áður en ég kom hingað til Transilvaníu. Við gengum svo áfram og komum á stað þar sem fjárhirðar voru með féð sitt á beit ásamt nokkrum hundum sem komu geltandi og gjammandi á móti okkur, en þegar þeir fundu að við voru ekki hættulegir og hundurinn sem var með okkur, lögðust þeir niður í grasið og fengu sér lúr. Yfir sviðinu var einhver undarleg ró og friður, kindurnar rólegar á beit og smalarnir sitjandi samann, spjallandi og virða fyrir sér hagann baðaðan í sólskini, hugurinn flaug sem snöggvast aftur til Betleimsvalla svo óralöngu síðan.

Þjóð í bata

014017012Það er margt sem fer í gegnum hugann á stað sem þessum. Hér má sjá hvernig þjóð þróast undir alræði komuismans og kúgunar, hverskonar heim menn skapa þegar kristin trú er bönnuð og allt frumkvæði sett í fjötra. Þegar ég kom til Transilvaníu seint um kvöld og við ókum um borgir og bæi á leið okkar hingað á heilsuhælið varð ég fyrir hálfgerðu áfalli. Ekið var um þröngar götur, allt var dimmt og illa upplýst. Einstaka ljósastaur á stangli og alltaf bara öðru meginn við götuna, húsin flest eins og með hlerum fyrir gluggum og ekki að sjá ljós nema kannski í 20. hverju húsi  og þá kannski í einum glugga.Í þessari skítugu og dimmu myrkraveröld sást einstaka mannvera eins og draugur skjótast á milli húsa. Mér var ósjálfrátt hugsað aftur til ársins 1973 þegar ég og bekkjarfélagar mínir úr Vélskólanum fórum eina helgi til Vestmannaeyja í gosinu til að moka ösku af húsþökum. Tilfinningin var sú sama, kolsvört askan alstaðar,  dauði og eyðilegging í loftinu og  tilveran  öll svarthvít. Eftir að þjóðin varpaði af sér oki komunismans má sjá ýmsar breitingar, stórar verslunarmiðstöðvar hafa risið, og hinar glæsilegustu með öllum þeim vörum sem við eigum að venjast heima . Breitingu má lika sjá í húsagerð, ný hús eru að rísa sem gætu sómt sér vel hvar sem er í heiminum. Bílaflotinn er orðinn allur hinn glæsilegasti þó að enn megi sjá einstaka austantjaldsskrjóð í umferð. Það athyglisverðasta er samt að þjóðin virðist vera langsoltin eftir kristinni trú og er mikill uppgangur hérna á því sviðinu og vonandi að svo megi verða áfram.

Að fara um 50 ár aftur í tímann

009007010Hérna í Rúmeníu er mikið um andstæður. Fólkið í sveitunum býr margt í húsakinnum sem ég  myndi ekki nota til að geima í hjólbörur hvað þá meira , það er að segja ef ég ætti slíkan grip. Talsvert er um hestakerrur hérna sem menn nota bæði til að ferðast í og til flutninga, og undirvagninn eitthvað dót úr gömlum bílum. Þessi farartæki eru sérlega hættuleg eftir að fer að dimma því ljósabúnaðurinn hefur ekki verið hirtur úr bílhærunum þegar gripurinn var smíðaður og menn því stundum keyrt á fullri ferð inn í heisátur á ferðalagi í þessum kostagripum. Það vill svo til hérna að ég er eini sjúklingurinn á heilsuhælinu en vegna breytinga og lagfæringar er það lokað og opnar ekki fyrr en um 17 þessa mánaðar. 'Eg er því í húsi sem er í um 200 m fjarlægð frá hælinu og hef það aldeilis fínt, maturinn fluttur til mín úr eldhúsi hælisins þar sem sérstakur kokkur hefur verið ráðinn til að sjá um mig og siðan hef ég eynka nuddara sem nuddar mig og teygir í  2 tíma á morgnana og fer með mig í göngutúra eftir matinn. Það er að segja af þessum góða manni sem er Aðventisti eins og allir hérna að faðir hans sem er lika Aðventisti er orðinn útslitinn og hálf blindur langt fyrir aldur fram. Hann starfaði í banka á komunistatímanum en vegna þess að hann vildi ekki vinna á laugardögum sem er hvíldardagur okkar Aðventista var einhver sem klagaði hann til flokksins sem brást skjótt við og rak hann með fjölskyldu sinni í útlegð í einhvern útnára þar sem honum var þrælkað út með erfiðisvinnu.Hérna koma nokkrar myndir og þar á meðal ein af Gabríel sem fer með mig í göngutúra og nuddar mig á morgnana. 


Komið á leiðarenda.

Þá er stundin runnin upp og ég kominn á leiðarenda á heilsuhælið við Herghelia í Rúmeníu. Ferðalagið hófst á föstudaginn 1 febrúar er flogið var til Stansted og þaðan með rútu til Luton. Ekki var erfitt að finna rútuna enda allt vel merkt og við hvert rútustæði stóð einn kallari sem kallaði upp nöfn áfangastaða, síðan einn aðstoðarmaður og að lokum bílstjórinn sem tók við miðunum. Heldur var það óþægilegt að sjá bílstjórann fara öfugt í öll hringtorg og keyra alltaf á vitlausum kanti og ekki var það heldur þægilegt að mæta 40 tonna trukkum á dauðasiglingu og enginn í bílstjórasætinu enn alltaf einn farþegi.Frá Luton flaug ég svo með lágjaldaflugfélaginu wizzair til borgar í Rúmeníu sem heitir Cluj Napoca. Fyrir farið borgaði ég 27.30 pund og átti allt eins von á að fararkosturinn væri eldgömul rella með útikamar. Flugvélin var nýleg Airbus 380 og tók flugið 2 tíma og 15 mín. Flugið var hið þægilegasta í alla staði en ekki verður það sama sagt um lendinguna enda flugvöllurinn eitthvað í styttra lagi því flugstjórinn þurfti að nauðhemla með hreyflana á fullum blæstri afturábak. Á flugvellinum var tekið á móti mér af starfsmanni heilsuhælisins sem ók mér á leiðarenda um tveggja tíma keyrsla. Eitthvað hafa menn minni áhyggjur af löggunni og umferðalögunum hérna heldur en heima því ekið var greitt og allar þær umferðareglur sem ég lærði á meiraprófinu í nóvember þverbrotnar. Hér er ég nú kominn heill á húfi og er byrjaður í meðferð á hælinu sem ég hef miklar væntingar til. Heilsuhælið er rekið af Aðventistum og því yndislegt að vera meðal trúsystkina og finn ég kærleikann skína af hverju andliti og allar aðgerðir innleiddar með bæn. Hérna fylgja svo með myndir sem ég tók út um gluggana á herbergi mínu í dag. Vonandi hefur einhver gaman af þessu ferðalagi mínu en ég mun senda frá mér blogg og myndir .032034035035

Sálardrepandi viðskiftahættir

Við hjónin erum nýkomin heim frá Grand Canary þar sem við áttum yndislega tveggja vikna dvöl í sól og góðu veðri alla daga, hita um 24 gráður og hafgola var ríkjandi alla daga. Þarna eru matsölustaðir með matseðil á íslensku og góðann mat á hóflegu verði. Eitt er þó mjög varasamt á þessum slóðum, það eru kaupmenn sem hafa frjálsa álagningu á vörum sínum og reyna með öllum ráðum að plata og einhvernvegin svindla á viðskiptavininum. Að nota greiðslukort í slíkum verslunum er mjög varasamt og dæmi um að einu núlli hafi verið bætt við upphæðina. Þessa kaupmenn má þekkja á því að þeir reyna að draga viðskiptavininn inn í verslanir sínar með fagurgala og sögum af Jónum og Gunnum sem þeir segjast þekkja persónulega heima á Íslandi og vegna góðar reynslu af Íslendingum þá bjóða þeir góðan afslátt um 15%. Ef varan er áhugaverð þarf að prútta og er raunverð oft um þriðjungur af uppsettu verði. Þeir sem selja myndavélar og annað slíkt eru sérlega hættulegir og reina að selja merki sem heita til dæmis ybersonykam og álíka þar sem hvergi sést hvar varan er framleidd og vélar sem sagðar vera 12 megapix eru ekki nema kannski 1,2 megapix og ónýt vara. Að mínu áliti eru slíkir viðskiptahættir sálardrepandi og hljóta að gera sölumennina samviskulausa með tímanum, vonandi fáum við aldrei að sjá slíka framkomu hérna heima gagnvart þeim sem heimsækja landið okkar.

059 037063 011032149002042


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband